Sport

Shaq sáttur fyrir hönd Kobe

Það telst til tíðinda þegar líður sá dagur að ekki heyrist eitthvað fréttnæmt frá Shaquille O Neal, leikmanni Miami Heat í NBA. Hann hefur verið iðinn við að rakka gömlu félaga sína hjá Los Angeles Lakers í svaðið og þá sérstaklega stjórnarmenn liðsins og Kobe Bryant. Nú kveður þó við annan tón því Shaq tjáði sig nýlega um réttarhöldin yfir Kobe Bryant sem enduðu skyndilega í byrjun þessa mánaðar. Miðherjinn segir að hann sé feginn fyrir hönd Kobe og að nú geti hann haldið áfram það sem frá var horfið. "Það er frábært að hann sé laus allra mála" sagði O Neal. "Það hefði verið sorglegt að sjá leikmann á svo háum staðal, enda ferilinn á þennan hátt. Nú getur hann einbeitt sér að því sem hann gerir best og haldið áfram að vera fjölskyldumaður". Ummælin komu fólki í opna skjöldu enda þveröfug við það sem Shaq hefur látið frá sér undanfarna daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×