Sport

Evrópuúrvalið vann með yfirburðum

Þrítugustu og fimmtu Ryder-bikarkeppninni í golfi lauk í Bloomfield Hills í Michigan í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Evrópuúrvalið sigraði Bandaríkjamenn með átján og hálfum vinningi gegn níu og hálfum. Þetta er stærsti ósigur Bandaríkjamanna í 77 ára sögu keppninnar. Evrópuúrvalið lagði grunninn að sigrinum strax á fyrsta degi og þegar Colin Montgomerie sigraði David Toms lágu úrslitin fyrir. Bandaríkjamenn unnu aðeins fjóra af leikjunum tólf í gær. Evrópuúrvalið hefur nú sigrað fjórum sinnum í síðustu fimm skipti sem keppnin hefur verið haldin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×