Sport

NBA-leikmaður í slagsmálum

Carmelo Anthony, framherji Denver Nuggets í NBA-deildinni, lenti í stimpingum á næturklúbbi í New York í síðustu viku. Atvikið átti sér stað í teiti sem var haldið rapparanum Swizz Beatz til heiðurs og var Anthony viðstaddur ásamt kærustunni sinni, La La Vasquez, en hún er þekkt í Bandaríkjunum sem kynnir á sjónvarpsstöðinni MTV. Svo virðist sem fyrrum kærasti Vasquez hafi hrækt á hana og fór það illa í Anthony, sem hóf að sveifla hnefum sínum í átt að manninum. Umboðsmaður leikmannsins sem og eigandi klúbbsins neita alfarið að meint atvik hafi átt sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×