Sport

Einar með 9 mörk í sigurleik

Íslensku handboltamennirnir í Þýskalandi stóðu í ströngu í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson skoraði níu mörk og Snorri Steinn Guðjónsson fimm þegar Grosswaldstadt sigraði Post Schverin, 31-22. Róbert Sighvatsson skoraði átta mörk fyrir Wetzlar en þau dugðu skammt því liðið tapaði fyrir Magdeburg, 37-28, í Magdeburg. Patrekur Jóhannesson skoraði sex mörk í ósigri Minden gegn Kiel. Kiel vann á heimavelli, 34-23



Fleiri fréttir

Sjá meira


×