Sport

Þjálfari Argentínu segir upp

Marcelo Bielsa, þjálfari argentínska landsliðsins í knattspyrnu, sagði óvænt upp störfum í gærkvöld. Bielsa þjálfaði liðið í sex ár og gerði það að Ólympíumeisturum í Aþenu í síðasta mánuði. Bielsa, sem er 49 ára, var gagnrýndur harðlega eftir síðustu heimsmeistarakeppni og Suður-Ameríkukeppnina, Copa America, en þar tapaði liðið fyrir Brasilíumönnum í úrslitaleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×