Sport

Handboltinn byrjaður

Handboltavertíðin hófst hjá körlunum í gær er fimm leikir fóru fram í úrvalsdeildinni sem ber ekkert nafn. Fram lagði KA mjög örugglega, 35-26, í Safamýri. Valur vann líka öruggan sigur gegn Selfossi, 41-28. Meiri spenna var á Akureyri þar sem Þór og FH skildu jöfn, 27-27. Grótta/KR vann öruggan sigur á Stjörnunni vestur í bæ, 32-20. Í Eyjum lagði ÍR síðan ÍBV í hörkuleik, 40-38. Myndina úr leik Þórs og FH á Akureyri tók Þórhallur Jónssonpedromyndir.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×