Vill opinbera rannsókn á Línu.Neti 6. september 2004 00:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að eðlilegast væri að opinber rannsókn færi fram á vissum þáttum í fjarskiptarekstri Reykjavíkurborgar. Nefnir hann sérstaklega kaup Línu.Nets á Irju. Lína.Net keypti Irju á 250 millljónir í mars árið 2000. Guðlaugur segir að þá hafi verið ljóst að Irja væri verðlaust fyrirtæki og að í raun hafi þurft að borga með því. "Það hefur enginn útskýrt það eða komið með neinar haldbærar skýringar, hvorki þá eða í framhaldinu, hvernig í ósköpunum mönnum dettur þetta í hug. Það er ekki hægt að útskýra þetta með einhverri hefðbundinni vanhæfni," segir Guðlagur Þór. Hann segist efast um að ástæða kaupanna hafi verið vanhæfni. "Ég ber það mikla virðingu fyrir fólkinu í R-listanum að ég á mjög erfitt með að trúa því að það hafi verið hrein og klár vanhæfni að kaupa fyrirtæki sem var einskis virði og í rauninni var ljóst að það þurfti að borga með því. Það að kaupa það á 250 milljónir er eitthvað sem er rannsóknarefni og í öllum öðrum löndum og stöðum væri farið út í opinbera rannsókn á þessu," segir Guðlaugur Þór. Lína.Net er fyrirtæki sem er að mestu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Búið er að ákveða að selja félagið til Og Vodafone og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiðir Orkuveitan meira en fjögur hundruð milljónir með félaginu gegn því að halda eftir ljósleiðaranetinu sem byggt hefur verið upp í Reykjavík. "Ég gleðst ekki yfir því hvernig komið er fyrir Línu.Neti. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir skattgreiðendur í Reykjavík og það er augljóst að menn eru búnir að gefast upp á að halda úti þessari starfsemi en kostnaðurinn við þetta ævintýri hefur verið gríðarlegur og því miður er þetta ekki búið," segir Guðlaugur Þór. Að sögn Guðlaugs hefur ekkert staðist af því sem forsvarsmenn Reykjavíkurlistans lögðu upp með þegar hugmyndir um stofnun Línu.Nets voru fyrst kynntar. Að sögn Guðlaugs Þórs hefur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gengið illa að fá upplýsingar um rekstur Línu.Nets og annarra fjarskiptafyrirtækja sem borgin hefur stofnað. Hann segir að sér virðist að ekki sé vilji hjá Reykjavíkurlistanum til að rannsaka málið og læra af því sem úrskeiðis hafi farið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að eðlilegast væri að opinber rannsókn færi fram á vissum þáttum í fjarskiptarekstri Reykjavíkurborgar. Nefnir hann sérstaklega kaup Línu.Nets á Irju. Lína.Net keypti Irju á 250 millljónir í mars árið 2000. Guðlaugur segir að þá hafi verið ljóst að Irja væri verðlaust fyrirtæki og að í raun hafi þurft að borga með því. "Það hefur enginn útskýrt það eða komið með neinar haldbærar skýringar, hvorki þá eða í framhaldinu, hvernig í ósköpunum mönnum dettur þetta í hug. Það er ekki hægt að útskýra þetta með einhverri hefðbundinni vanhæfni," segir Guðlagur Þór. Hann segist efast um að ástæða kaupanna hafi verið vanhæfni. "Ég ber það mikla virðingu fyrir fólkinu í R-listanum að ég á mjög erfitt með að trúa því að það hafi verið hrein og klár vanhæfni að kaupa fyrirtæki sem var einskis virði og í rauninni var ljóst að það þurfti að borga með því. Það að kaupa það á 250 milljónir er eitthvað sem er rannsóknarefni og í öllum öðrum löndum og stöðum væri farið út í opinbera rannsókn á þessu," segir Guðlaugur Þór. Lína.Net er fyrirtæki sem er að mestu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Búið er að ákveða að selja félagið til Og Vodafone og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiðir Orkuveitan meira en fjögur hundruð milljónir með félaginu gegn því að halda eftir ljósleiðaranetinu sem byggt hefur verið upp í Reykjavík. "Ég gleðst ekki yfir því hvernig komið er fyrir Línu.Neti. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir skattgreiðendur í Reykjavík og það er augljóst að menn eru búnir að gefast upp á að halda úti þessari starfsemi en kostnaðurinn við þetta ævintýri hefur verið gríðarlegur og því miður er þetta ekki búið," segir Guðlaugur Þór. Að sögn Guðlaugs hefur ekkert staðist af því sem forsvarsmenn Reykjavíkurlistans lögðu upp með þegar hugmyndir um stofnun Línu.Nets voru fyrst kynntar. Að sögn Guðlaugs Þórs hefur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gengið illa að fá upplýsingar um rekstur Línu.Nets og annarra fjarskiptafyrirtækja sem borgin hefur stofnað. Hann segir að sér virðist að ekki sé vilji hjá Reykjavíkurlistanum til að rannsaka málið og læra af því sem úrskeiðis hafi farið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira