Auknar hömlur á viðskipti 2. september 2004 00:01 Skýrsla um viðskiptaumhverfið - Helga Kristín Auðunsdóttir háskólanemi Adam Smith sagði að drifkraftur allra frjálsra viðskipta væri samkeppni. Gallar markaðarins yrðu aðeins lagaðir ef samkeppni væri frjáls. Þannig ættu ríkisafskipti að vera sem minnst. Í nýútkominni skýrslu viðskiptaráðuneytisins er að finna tillögur nefndar sem skipuð var af iðnaðar- og viðskiptaráðherra í janúar 2004. Var nefndinni gert að fjalla um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis og meðal annars taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi. Í skýrslu nefndarinnar er meðal annars fjallað um tillögur að breytingum á íslenskri samkeppnislöggjöf. Þar er lagt til að lögfest verði heimild samkeppnisyfirvalda til að krefjast skipulagsbreytinga gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem hamla samkeppni á íslenskum markaði. Í skýrslunni kemur fram að þær aðgerðir sem samkeppnisráð geti beitt til atferlisbreytinga fyrirtækja geta meðal annars falið í sér að kveðið sé á um bann við ákveðnum samningum eða samningsskilyrðum, fyrirmæli um að samningum skuli slitið eða samningsskilyrðum breytt. Þá geta samkeppnisyfirvöld heimilað samninga með ákveðnum skilyrðum og ákvarðað um verð eða viðskiptakjör fyrirtækja og fyrirtækjahópa. Þessar tillögur eru óásættanlegar. Nefndin mælir með því að í lög séu settar viðskiptahindranir á háu stigi sem geti jafnvel bannað, slitið eða breytt samningum aðila sem starfa á frjálsum markaði. Einnig ef tillögur nefndarinnar eru settar í lög hafa samkeppnisyfirvöld heimild til þess að ákveða verð. Benda má á að árið 1969 var gerð tilraun til að efla samkeppnismál hér á landi með frumvarpi sem átti að draga úr afskiptum opinberra aðila af verðmyndun. Er samkeppnislög nr. 8/1993 tóku gildi voru gerðar ýmsar breytingar á samkeppnis- og verðlagsmálum. Með nýrri lagasetningu var verðlagsafskiptum hætt en þess í stað unnið að eflingu samkeppni. Spyrja má hvort með nýjum tillögum liggi leiðin aftur á byrjunarreit? Eins og að ofan greinir er lagt til að lögfest verði heimild samkeppnisyfirvalda til að krefjast skipulagsbreytinga gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem hamla samkeppni á íslenskum markaði. Með samkeppnishamlandi samstarfi er átt við það að fyrirtæki hafi með sér samráð um verð, skiptingu markaða og gerð tilboða. Jafnframt er fyrirtækjum bannað að hafa áhrif á verð er gilda skal við endursölu vöru á næsta sölustigi. Annað samkeppnishamlandi samstarf fyrirtækja geta samkeppnisyfirvöld einungis bannað eftir á, þegar þau hafa sýnt fram á að það sé skaðlegt og andstætt samkeppnislögum. Geta samkeppnisyfirvöld samkvæmt því krafist þess að eitt eða fleiri fyrirtæki selji hlut sinn í fyrirtæki samkeppnisaðilans ef aðilar í samkeppnishamlandi samstarfi eiga hlut hver í öðrum. Þá fellur það einnig undir skipulagsbreytingar að samkeppniseftirlit krefjist þess að fyrirtæki sé skipt upp í tvö eða fleiri fyrirtæki. Þórdís J. Sigurðardóttir skilaði séráliti í nefndinni hvað varðaði þessar auknu heimildir samkeppnisyfirvalda. Segir hún að tillaga nefndarinnar um endurskoðun á samkeppnislögum gangi í raun lengra en reglugerð framkvæmdastjórnar ESB, og síðar ESA, gerir ráð fyrir. Samkvæmt tillögunni myndu íslensk fyrirtæki lúta strangara eftirliti en sambærileg fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum þar sem íslensk samkeppnisyfirvöld hefðu heimild til þess að brjóta upp íslensk fyrirtæki án þess að fyrir liggi að þau hindri samkeppni á Evrópska efnahagssvæðinu. Hún nefnir dæmi um að Svíþjóð og Finnland hafi sérstaklega tekið ákvörðun um að færa þetta úrræði ekki inn í landsrétt. Með þessum tillögum er í raun verið að víkka út heimildir samkeppnisyfirvalda til afskipta af skipulagi fyrirtækja án þess að fyrir því séu færð fullnægjandi rök. Tekið er undir þau sjónarmið Þórdísar um mikilvægi þess að viðskiptaumhverfi hér á landi sé samkeppnishæft við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Núverandi tillögur nefndarinnar auka afskipti stjórnvalda af fyrirtækjum á íslenskum markaði og er það ekki í takt við þann farveg sem íslenskt efnahagslíf hefur verið að stefna á undanförnum árum. Greinarhöfundur vill lýsa yfir óánægju sinni með ofangreindar tillögur nefndarinnar. Íþyngjandi samkeppnislöggjöf eykur hömlur á viðskipti sem aftur dregur úr vilja erlendra athafnamanna til innlendra fjárfestinga. Íslenskt efnahagslíf á að vera frjálst og óháð. Markaðsöflin eiga að sjá til þess að setja starfsemi reglur og skapa hvað hagstæðust skilyrði til rekstrar, það er ekki hlutur ríkisvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Skýrsla um viðskiptaumhverfið - Helga Kristín Auðunsdóttir háskólanemi Adam Smith sagði að drifkraftur allra frjálsra viðskipta væri samkeppni. Gallar markaðarins yrðu aðeins lagaðir ef samkeppni væri frjáls. Þannig ættu ríkisafskipti að vera sem minnst. Í nýútkominni skýrslu viðskiptaráðuneytisins er að finna tillögur nefndar sem skipuð var af iðnaðar- og viðskiptaráðherra í janúar 2004. Var nefndinni gert að fjalla um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis og meðal annars taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi. Í skýrslu nefndarinnar er meðal annars fjallað um tillögur að breytingum á íslenskri samkeppnislöggjöf. Þar er lagt til að lögfest verði heimild samkeppnisyfirvalda til að krefjast skipulagsbreytinga gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem hamla samkeppni á íslenskum markaði. Í skýrslunni kemur fram að þær aðgerðir sem samkeppnisráð geti beitt til atferlisbreytinga fyrirtækja geta meðal annars falið í sér að kveðið sé á um bann við ákveðnum samningum eða samningsskilyrðum, fyrirmæli um að samningum skuli slitið eða samningsskilyrðum breytt. Þá geta samkeppnisyfirvöld heimilað samninga með ákveðnum skilyrðum og ákvarðað um verð eða viðskiptakjör fyrirtækja og fyrirtækjahópa. Þessar tillögur eru óásættanlegar. Nefndin mælir með því að í lög séu settar viðskiptahindranir á háu stigi sem geti jafnvel bannað, slitið eða breytt samningum aðila sem starfa á frjálsum markaði. Einnig ef tillögur nefndarinnar eru settar í lög hafa samkeppnisyfirvöld heimild til þess að ákveða verð. Benda má á að árið 1969 var gerð tilraun til að efla samkeppnismál hér á landi með frumvarpi sem átti að draga úr afskiptum opinberra aðila af verðmyndun. Er samkeppnislög nr. 8/1993 tóku gildi voru gerðar ýmsar breytingar á samkeppnis- og verðlagsmálum. Með nýrri lagasetningu var verðlagsafskiptum hætt en þess í stað unnið að eflingu samkeppni. Spyrja má hvort með nýjum tillögum liggi leiðin aftur á byrjunarreit? Eins og að ofan greinir er lagt til að lögfest verði heimild samkeppnisyfirvalda til að krefjast skipulagsbreytinga gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem hamla samkeppni á íslenskum markaði. Með samkeppnishamlandi samstarfi er átt við það að fyrirtæki hafi með sér samráð um verð, skiptingu markaða og gerð tilboða. Jafnframt er fyrirtækjum bannað að hafa áhrif á verð er gilda skal við endursölu vöru á næsta sölustigi. Annað samkeppnishamlandi samstarf fyrirtækja geta samkeppnisyfirvöld einungis bannað eftir á, þegar þau hafa sýnt fram á að það sé skaðlegt og andstætt samkeppnislögum. Geta samkeppnisyfirvöld samkvæmt því krafist þess að eitt eða fleiri fyrirtæki selji hlut sinn í fyrirtæki samkeppnisaðilans ef aðilar í samkeppnishamlandi samstarfi eiga hlut hver í öðrum. Þá fellur það einnig undir skipulagsbreytingar að samkeppniseftirlit krefjist þess að fyrirtæki sé skipt upp í tvö eða fleiri fyrirtæki. Þórdís J. Sigurðardóttir skilaði séráliti í nefndinni hvað varðaði þessar auknu heimildir samkeppnisyfirvalda. Segir hún að tillaga nefndarinnar um endurskoðun á samkeppnislögum gangi í raun lengra en reglugerð framkvæmdastjórnar ESB, og síðar ESA, gerir ráð fyrir. Samkvæmt tillögunni myndu íslensk fyrirtæki lúta strangara eftirliti en sambærileg fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum þar sem íslensk samkeppnisyfirvöld hefðu heimild til þess að brjóta upp íslensk fyrirtæki án þess að fyrir liggi að þau hindri samkeppni á Evrópska efnahagssvæðinu. Hún nefnir dæmi um að Svíþjóð og Finnland hafi sérstaklega tekið ákvörðun um að færa þetta úrræði ekki inn í landsrétt. Með þessum tillögum er í raun verið að víkka út heimildir samkeppnisyfirvalda til afskipta af skipulagi fyrirtækja án þess að fyrir því séu færð fullnægjandi rök. Tekið er undir þau sjónarmið Þórdísar um mikilvægi þess að viðskiptaumhverfi hér á landi sé samkeppnishæft við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Núverandi tillögur nefndarinnar auka afskipti stjórnvalda af fyrirtækjum á íslenskum markaði og er það ekki í takt við þann farveg sem íslenskt efnahagslíf hefur verið að stefna á undanförnum árum. Greinarhöfundur vill lýsa yfir óánægju sinni með ofangreindar tillögur nefndarinnar. Íþyngjandi samkeppnislöggjöf eykur hömlur á viðskipti sem aftur dregur úr vilja erlendra athafnamanna til innlendra fjárfestinga. Íslenskt efnahagslíf á að vera frjálst og óháð. Markaðsöflin eiga að sjá til þess að setja starfsemi reglur og skapa hvað hagstæðust skilyrði til rekstrar, það er ekki hlutur ríkisvaldsins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun