Alvarleg staða á Siglufirði 31. ágúst 2004 00:01 Kvótakerfið - Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslyndra Lengi hafa stjórnvöld reynt að halda þeirri blekkingu að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Ég á þá auðvitað við siðleysið sem fólst í að fáum var afhent á silfurfati eignarhald á auðlind þjóðarinnar. Allir ættu að sjá fáránleikann í því að halda fram að einhver þjóðhagsleg hagræðing felist í kerfi sem hvetur til brottkasts, veldur byggðaröskun og helmingi minni þorskafla en fyrir daga kvótakerfisins. Samt sem áður, þá hafa forustumenn kvótaflokkanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks reynt að benda á að nú eftir að flokkarnir hafi rígbundið sjávarútveginn í kvóta, þá hafi komið fram sterk og öflug sjávarútvegsfyrirtæki. Eitt þeirra fyrirtækja sem kvótaflokkarnir hafa bent hróðugir á til marks um gríðarlegan árangur er Þormóður rammi á Siglufirði. Hver er staðan á Siglufirði, heimahöfn eins af flaggskipum kvótakerfisins, Þormóðs ramma? Þeir sem hafa gleypt óhikað við áróðri kvótaflokkanna, s.s. Morgunblaðið, telja án efa að staðan á Siglufirði hafi sjaldan verið betri vegna "hagræðingarinnar", en því miður er veruleikinn allur annar. Þormóður rammi er skuldum vafinn og hafa stjórnendur fyrirtækisins neyðst til þess að boða aðgerðir sem fela í sér að leggja tveimur af þremur rækjutogurum, en sá þriðji verður gerður út fyrir sunnan land. Að óbreyttu verður staðan sú að enginn togari verður gerður út af félaginu frá Siglufirði, þar sem félagið seldi ekki fyrir löngu úr landi togara og annar var fyrir skömmu seldur í kaupleigu. Ég tel það án nokkrus efa vera mjög áhugavert rannsóknarverkefni fyrir duglegan blaðamann að fara rækilega yfir hvers vegna fyrirtækið er svo skuldum vafið en félagið skuldar tæpar fimmþúsund og þrjúhundruð milljónir króna og hvert fjármunir runnu? Eitt er víst að ekki hefur háum fjárhæðum verið varið til að endurnýja gömul skip félagsins. Það blasir því alvarleg staða við bæjarfélaginu þar sem fyrirhugaðar breytingar á rekstri félagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnuástand í bænum. Eitt það versta við núverandi ástand á Siglufirði er að kvótakerfið kemur í veg fyrir alla nýliðun í sjávarútvegi sem leiðir til þess að duglegir sjómenn sem vildu bregðast við ástandinu og róa til fiskjar frá Siglufirði var gert það ómögulegt. Ég er einn þeirra sem ber hag Siglufjarðar fyrir brjósti en ég vann þar sem unglingur í fiski og síðar sem heilbrigðisfulltrúi og á marga góða vini og kunningja í bænum. Ég hvet Siglfirðinga og aðra þá sem bera hag bæjarins og sjávarbyggðanna fyrir brjósti að ganga til liðs við okkur í Frjálslynda flokknum sem hefur gengið í fylkingarbrjósti og algerlega óhikað til þess verks að drepa úr dróma þau atvinnuhöft sem sjávarbyggðir landsins eru hneppt í . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið - Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslyndra Lengi hafa stjórnvöld reynt að halda þeirri blekkingu að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Ég á þá auðvitað við siðleysið sem fólst í að fáum var afhent á silfurfati eignarhald á auðlind þjóðarinnar. Allir ættu að sjá fáránleikann í því að halda fram að einhver þjóðhagsleg hagræðing felist í kerfi sem hvetur til brottkasts, veldur byggðaröskun og helmingi minni þorskafla en fyrir daga kvótakerfisins. Samt sem áður, þá hafa forustumenn kvótaflokkanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks reynt að benda á að nú eftir að flokkarnir hafi rígbundið sjávarútveginn í kvóta, þá hafi komið fram sterk og öflug sjávarútvegsfyrirtæki. Eitt þeirra fyrirtækja sem kvótaflokkarnir hafa bent hróðugir á til marks um gríðarlegan árangur er Þormóður rammi á Siglufirði. Hver er staðan á Siglufirði, heimahöfn eins af flaggskipum kvótakerfisins, Þormóðs ramma? Þeir sem hafa gleypt óhikað við áróðri kvótaflokkanna, s.s. Morgunblaðið, telja án efa að staðan á Siglufirði hafi sjaldan verið betri vegna "hagræðingarinnar", en því miður er veruleikinn allur annar. Þormóður rammi er skuldum vafinn og hafa stjórnendur fyrirtækisins neyðst til þess að boða aðgerðir sem fela í sér að leggja tveimur af þremur rækjutogurum, en sá þriðji verður gerður út fyrir sunnan land. Að óbreyttu verður staðan sú að enginn togari verður gerður út af félaginu frá Siglufirði, þar sem félagið seldi ekki fyrir löngu úr landi togara og annar var fyrir skömmu seldur í kaupleigu. Ég tel það án nokkrus efa vera mjög áhugavert rannsóknarverkefni fyrir duglegan blaðamann að fara rækilega yfir hvers vegna fyrirtækið er svo skuldum vafið en félagið skuldar tæpar fimmþúsund og þrjúhundruð milljónir króna og hvert fjármunir runnu? Eitt er víst að ekki hefur háum fjárhæðum verið varið til að endurnýja gömul skip félagsins. Það blasir því alvarleg staða við bæjarfélaginu þar sem fyrirhugaðar breytingar á rekstri félagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnuástand í bænum. Eitt það versta við núverandi ástand á Siglufirði er að kvótakerfið kemur í veg fyrir alla nýliðun í sjávarútvegi sem leiðir til þess að duglegir sjómenn sem vildu bregðast við ástandinu og róa til fiskjar frá Siglufirði var gert það ómögulegt. Ég er einn þeirra sem ber hag Siglufjarðar fyrir brjósti en ég vann þar sem unglingur í fiski og síðar sem heilbrigðisfulltrúi og á marga góða vini og kunningja í bænum. Ég hvet Siglfirðinga og aðra þá sem bera hag bæjarins og sjávarbyggðanna fyrir brjósti að ganga til liðs við okkur í Frjálslynda flokknum sem hefur gengið í fylkingarbrjósti og algerlega óhikað til þess verks að drepa úr dróma þau atvinnuhöft sem sjávarbyggðir landsins eru hneppt í .
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun