Sport

Heimir rekinn - Magnús tekur við

Heimi Karlssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara 2. deildarliðs ÍR í knattspyrnu. Við starfi hans tekur Magnús Þór Jónsson en hann var aðstoðarþjálfari liðsins. ÍR-ingum hefur gengið illa það sem af er sumri og eru nú í 7. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti. Liðið hefur leikið níu leiki í röð án sigurs, eða frá því í fimmtu umferð, en þá voru Víkingar frá Ólafsvík lagðir að velli. Heimir Karlsson tók við þjálfun ÍR-inga í haust en óhætt er að segja að félaginu haldist ekki vel á þjálfurum meistaraflokksins - Magnús Þór Jónsson er nú orðinn fimmti þjálfarinn síðan í ágúst árið 2002 en þá lét Guðmundur Torfason af störfum. Við starfi hans tók Ólafur Jóhannesson en hann staldraði stutt við. Kristján Guðmundsson stýrði liðinu svo síðastliðið sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×