Erlent

Fangelsisvist fyrir ferðamenn

Fyrrverandi pólitískir fangar í stærsta kvennafangelsi fyrrum Austur-Þýskalands mótmæltu í dag ráðgerð þýska fyrirtækisins Artemis GmbH að bjóða ferðamönnum að eyða nótt í fangelsinu gegn borgun. Þúsundir kvenna þurftu að líða pyntingar og kúgun innan veggja fangelsins, sem staðsett er í miðaldakastala á hæð fyrir ofan bæinn Stollberg, á árunum 1950-1989. Talsmaður fyrirtækisins segir það vera að bjóða upp á þetta svo fólk geti upplifað söguna í stað þess að lesa einungis um hana í þurrum og leiðinlegum bókum. Það sem næturgestum fangelsins stæði meðal annars til boða, ef af yrði, er að borða mat í mjög lágum gæðaflokki og vera haldið vakandi í þröngum klefa - fyrir aðeins 100 evrur eða u.þ.b. 8700 íslenskar krónur. Myndin er af Edinborgarkastala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×