Hlera orð gesta og mynda þá 10. ágúst 2004 00:01 Þeir sem leggja leið sína á ólympíuleikana í Aþenu ættu að varast að segja eða gera eitthvað heimskulegt. Borgin er morandi í eftirlitsbúnaði þar sem fylgst er með gjörðum fólks af eftirlitsmyndavélum og samskiptin hleruð með rándýrum og háþróuðum tæknibúnaði. Eftirlitið er alls staðar og fólk verður þess auðveldlega vart. Í loftinu fljúga þyrlur og þar er að finna eftirlitsloftbelg búinn margs konar búnaði. Á jörðu niðri eru myndavélar og öryggisverðir sem fylgjast með öllu. Úti fyrir ströndunum sigla eftirlitsbátar og neðansjávar eru málmleitartæki og hljóðsjár. Ekki eru þó allir á því að þetta dugi til. Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar senda allir eigin öryggissveitir til að gæta sinna íþróttamanna og heiðursgesta. Í breska dagblaðinu Times sagði í gær að þessar sveitir yrðu vopnaðar þrátt fyrir að grísk yfirvöld fullyrði opinberlega að þau heimili erlendum öryggisvörðum ekki að bera vopn. Öryggisgæslan við dýrasta íþróttaviðburð mannkynssögunnar er sú dýrasta í sögunni. Kostnaðurinn verður aldrei undir hundrað milljörðum króna. Það er fimmfalt hærri kostnaður en var í Sidney í Ástralíu fyrir fjórum árum og þótti ýmsum nóg um. Annar samanburður er sá að kostnaðurinn við öryggisgæslu vegna þessa rúmlega tveggja vikna löngu íþróttahátíðar er jafn mikill og það kostar að reka allt íslenska heilbrigðiskerfið í heilt ár. Blaðamaður AP sem fór á vettvang var þó ekki sannfærður um ágæti öryggisgæslunnar. Eftir að hann gekk athugasemdalaust framhjá öryggisvörðum sem skýldu sér frá hitanum í skugga trés og gekk um ólympíuleikvanginn, sem á að heita öryggissvæði, sagði hann að menn væru alltof afslappaðir. Hann taldi að hann hefði getað komið fyrir sprengiefnum eða öðru sem gæti valdið hættu. Öryggiskostnaðurinn er meira en tvöfalt hærri en búist var við í fyrstu. Ástæðan fyrir aukningunni er að stórum hluta hættan á hryðjuverkum. Talið er að heildarkostnaður við leikana geti farið í 900 milljarða króna og ljóst er að tekjurnar standa hvergi nærri undir þeim. Talið er að skuldir sligi Grikki næstu árin. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem Ólympíuleikarnir kæmu í bakið á þeim sem halda þá. Eftir að mikill hagnaður varð af Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 sannfærðust margir um að það færði þeim gæfu að halda leikana. Aðra sögu er þó að segja af síðustu leikum. Barselóna gjörbreytti ímynd sinni með Ólympíuleikunum 1992 og vonast Grikkir til að leikarnir í ár hafi sömu áhrif fyrir Aþenu. Skuldirnar settu hins vegar strik í reikninginn fyrir spænskt efnahagslíf í nokkur ár á eftir. Yfirvöld í Sidney telja að það taki áratug að borga upp skuldirnar frá Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. "Við köllum þetta bölvun sigurvegarans. Borgin sem ofmetur möguleika Ólympíuleikanna hvað mest hlýtur þá," sagði íþróttahagfræðingurinn Evan Osborne í samtali við New York Times. Erlent Íþróttir Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að falla hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira
Þeir sem leggja leið sína á ólympíuleikana í Aþenu ættu að varast að segja eða gera eitthvað heimskulegt. Borgin er morandi í eftirlitsbúnaði þar sem fylgst er með gjörðum fólks af eftirlitsmyndavélum og samskiptin hleruð með rándýrum og háþróuðum tæknibúnaði. Eftirlitið er alls staðar og fólk verður þess auðveldlega vart. Í loftinu fljúga þyrlur og þar er að finna eftirlitsloftbelg búinn margs konar búnaði. Á jörðu niðri eru myndavélar og öryggisverðir sem fylgjast með öllu. Úti fyrir ströndunum sigla eftirlitsbátar og neðansjávar eru málmleitartæki og hljóðsjár. Ekki eru þó allir á því að þetta dugi til. Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar senda allir eigin öryggissveitir til að gæta sinna íþróttamanna og heiðursgesta. Í breska dagblaðinu Times sagði í gær að þessar sveitir yrðu vopnaðar þrátt fyrir að grísk yfirvöld fullyrði opinberlega að þau heimili erlendum öryggisvörðum ekki að bera vopn. Öryggisgæslan við dýrasta íþróttaviðburð mannkynssögunnar er sú dýrasta í sögunni. Kostnaðurinn verður aldrei undir hundrað milljörðum króna. Það er fimmfalt hærri kostnaður en var í Sidney í Ástralíu fyrir fjórum árum og þótti ýmsum nóg um. Annar samanburður er sá að kostnaðurinn við öryggisgæslu vegna þessa rúmlega tveggja vikna löngu íþróttahátíðar er jafn mikill og það kostar að reka allt íslenska heilbrigðiskerfið í heilt ár. Blaðamaður AP sem fór á vettvang var þó ekki sannfærður um ágæti öryggisgæslunnar. Eftir að hann gekk athugasemdalaust framhjá öryggisvörðum sem skýldu sér frá hitanum í skugga trés og gekk um ólympíuleikvanginn, sem á að heita öryggissvæði, sagði hann að menn væru alltof afslappaðir. Hann taldi að hann hefði getað komið fyrir sprengiefnum eða öðru sem gæti valdið hættu. Öryggiskostnaðurinn er meira en tvöfalt hærri en búist var við í fyrstu. Ástæðan fyrir aukningunni er að stórum hluta hættan á hryðjuverkum. Talið er að heildarkostnaður við leikana geti farið í 900 milljarða króna og ljóst er að tekjurnar standa hvergi nærri undir þeim. Talið er að skuldir sligi Grikki næstu árin. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem Ólympíuleikarnir kæmu í bakið á þeim sem halda þá. Eftir að mikill hagnaður varð af Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 sannfærðust margir um að það færði þeim gæfu að halda leikana. Aðra sögu er þó að segja af síðustu leikum. Barselóna gjörbreytti ímynd sinni með Ólympíuleikunum 1992 og vonast Grikkir til að leikarnir í ár hafi sömu áhrif fyrir Aþenu. Skuldirnar settu hins vegar strik í reikninginn fyrir spænskt efnahagslíf í nokkur ár á eftir. Yfirvöld í Sidney telja að það taki áratug að borga upp skuldirnar frá Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. "Við köllum þetta bölvun sigurvegarans. Borgin sem ofmetur möguleika Ólympíuleikanna hvað mest hlýtur þá," sagði íþróttahagfræðingurinn Evan Osborne í samtali við New York Times.
Erlent Íþróttir Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að falla hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira