Sport

Veigar með sitt fyrsta mark

Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark Stabæk sem beið lægri hlut fyrir Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsta mark Veigars Páls fyrir Stabæk. Rosenborg burstaði Lilleström 4-1 og er með eins stigs forskot í deildinni. Gylfi Einarsson var í byrjunarliði Lilleström. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga sem sigraði Frederikstad 3-0. Ólafur Örn Bjarnason var í liði Brann sem lagði Odd Grenland að velli 2-0 á útivelli. Brann er í 5.sæti deildarinnar.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×