Sport

Arsenal sigrar Manchester United

Arsenal lagði Manchester United í árlegum leik Englandsmeistara og bikarmeistara, þar sem keppt er um samfélagsskjöldinn. Leiknum lauk með þrjú eitt sigri Arsenal, en leikið var á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Öll mörkin komu í síðari hálfleik, Silva kom Arsenal yfir, en Alan Smith jafnaði fyrir United. Reyes kom Arsenal yfir að nýju og Silvestre innsiglaði svo sigur Englandsmeistaranna með sjálfsmarki. Stoke vann Wolves í dag í síðasta leik fyrstu umferðar fyrstu deildarinnar í Englandi og hér heima er að hefjast fyrsti leikur 13. umferðar efstu deildar í karlafótboltanum. KR ingar taka á móti Vestmannaeyingum og er leikurinn sýndur beint á Sýn. Eftir klukkustund hefjast svo þrír leikir til viðbótar; Keflvíkingar taka á móti Fylki, FH-ingar á móti Víkingi og norður á Akureyri mætast KA og ÍA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×