Sport

Tap gegn Pólverjum

Íslenska landsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut gegn Pólverjum, 83-78, í fyrsta leik liðanna af þremur. Leikið var í DHL-höllinni. Íslenska liðið leiddi í hálfleik, 43-41, en Pólverjar byrjuðu seinni hálfleik vel og náðu góðri forystu. Íslensku strákunum tókst að vinna sig inn í leikinn á ný og komast yfir, 72-70, þegar skammt var eftir en Pólverjar spýttu í lófana, tóku aftur forystuna og kláruðu leikinn. Hlynur Bæringsson var bestur í íslenska liðinu með 17 stig og 10 fráköst. Fannar Ólafsson skoraði 13 stig og Magnús Gunnarsson 11.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×