Sport

Gravesen líklega til Liverpool

Liverpool kemur líklega til með að kaupa danska leikmanninn, Thomas Gravesen, frá Everton. Daninn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Everton og hefur látið í það skína að hann ætli ekki að skrifa undir nýjan samning við félagið. Hann er mjög ósáttur við að forráðamenn Everton hafi ekki styrkt leikmannahóp sinn meira fyrir komandi átök. Hann segist ekki hafa áhuga að dvelja hjá félagi sem hefur ekki meiri metnað en raun ber vitni. Talið er líklegt að Liverpool þurfi að borga rúmlega þrjár milljónir punda fyrir Danann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×