Sport

Lið 7.-12. umferðar valið

Aðeins þrjú lið af tíu í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eiga fulltrúa í liði umferða 7-12 en tíu aðilar, m.a Sýn/Stöð 2 og Skonrokk, stóðu að valinu sem var kynnt í Iðnó í hádeginu. FH og ÍBV eiga fjóra leikmenn og Víkingur þrjá. Markvörður er Birkir Kristinsson, ÍBV. Varnarmenn Tommy Nielsen og Freyr Bjarnason, FH, Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Víkingi, og Mark Schulte, ÍBV. Miðjumenn Heimir Guðjónsson og Emil Hallfreðsson, FH, Bjarnólfur Lárusson, ÍBV og Kári Árnason, Víkingi. Sóknarmenn eru Jermaine Palmer, Víkingi og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV. Gunnar Heiðar var valinn leikmaður umferða 7-12, Sigurður Jónsson, Víkingi, besti þjálfarinn og Egill Már Markússon besti dómarinn. Það vekur athygli að enginn KR-ingur er í liðinu og er það í fyrsta skipti sem það gerist en þessar viðurkenningar voru fyrst veittar árið 2002. Sérstakur þáttur um Landsbankadeildina í fótbolta verður í kvöld klukkan 22 í beinni útsendingu á Sýn. Farið verður yfir lið umferðar 7-12, góðir gestir koma í heimsókn og besta markið verður valið. Hægt er að hlusta á viðtal við Heimi Guðjónsson, leikmann FH, úr eittfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×