HK komið í undanúrslit 4. ágúst 2004 00:01 HK tryggði sig í undanúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að leggja Valsmenn að velli, 1-0, á Kópavogsvelli en þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í bikarkeppninni. Reyndar mættust þessi lið einnig í fyrsta skipti á Íslandsmóti fyrr í sumar og hafði Valur farið með sigur af hólmi í báðum deildarleikjunum, fyrst 5-1 og svo 0-1. Þessi bikarsigur HK er því kærkomin hefnd. Sigurmarkið gerði Hörður Már Magnússon á 74. mínútu en hann fékk góða sendingu frá Brynjari Víðissyni. Hann var öryggið uppmálað, lék af yfirvegun á markmann Vals og renndi knettinum í autt markið. Þetta var sjötta mark HK í bikarkeppninni í ár og hefur Hörður skorað fimm þeirra - Finnur Ólafsson skoraði sigurmarkið á móti Reyni í Sandgerði, 1-0, í 16-liða úrslitunum en þá var Hörður ekki með! Í það heila voru þessi úrslit sanngjörn því þó að gestirnir hafi verið meira með boltann þá var framlína þeirra hreint skelfilega bitlaus. HK-menn voru þéttir fyrir í vörn og þeir beittu skyndisóknum sem oftast sköpuðu mikinn usla í vörn Valsmanna og kom markið einmitt í einni slíkri. Þessi árangur HK í bikarkeppninni nú er sá langbesti í sögu félagsins en áður hafði liðið komist lengst í 16-liða úrslitin árið 1993. Óhætt er að segja að mikil og skemmtileg stemning ríki í kringum HK, liðið komið í undanúrslit bikarkeppninnar og þá er það í toppbaráttunni í 1. deildinni. Hörður Már Magnússon var enda sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í leikslok: "Þetta er bara ævintýri hjá okkur og búið að vera það síðan við unnum Skagamenn í 32-liða úrslitunum. Við höldum ótrauðir áfram og stefnum að sjálfsögðu á bikarúrslitaleikinn. Ég held að þessi árangur okkar í bikarkeppninni gefi liðinu aukið sjálfstraust í deildarkeppninni og það hyggjumst við nýta okkur," sagði markaskorarinn Hörður Már Magnússon. Þess má geta að Hörður hefur einu sinni orðið bikarmeistari - með Val árið 1992 eftir ævintýralegan sigur á KA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira
HK tryggði sig í undanúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að leggja Valsmenn að velli, 1-0, á Kópavogsvelli en þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í bikarkeppninni. Reyndar mættust þessi lið einnig í fyrsta skipti á Íslandsmóti fyrr í sumar og hafði Valur farið með sigur af hólmi í báðum deildarleikjunum, fyrst 5-1 og svo 0-1. Þessi bikarsigur HK er því kærkomin hefnd. Sigurmarkið gerði Hörður Már Magnússon á 74. mínútu en hann fékk góða sendingu frá Brynjari Víðissyni. Hann var öryggið uppmálað, lék af yfirvegun á markmann Vals og renndi knettinum í autt markið. Þetta var sjötta mark HK í bikarkeppninni í ár og hefur Hörður skorað fimm þeirra - Finnur Ólafsson skoraði sigurmarkið á móti Reyni í Sandgerði, 1-0, í 16-liða úrslitunum en þá var Hörður ekki með! Í það heila voru þessi úrslit sanngjörn því þó að gestirnir hafi verið meira með boltann þá var framlína þeirra hreint skelfilega bitlaus. HK-menn voru þéttir fyrir í vörn og þeir beittu skyndisóknum sem oftast sköpuðu mikinn usla í vörn Valsmanna og kom markið einmitt í einni slíkri. Þessi árangur HK í bikarkeppninni nú er sá langbesti í sögu félagsins en áður hafði liðið komist lengst í 16-liða úrslitin árið 1993. Óhætt er að segja að mikil og skemmtileg stemning ríki í kringum HK, liðið komið í undanúrslit bikarkeppninnar og þá er það í toppbaráttunni í 1. deildinni. Hörður Már Magnússon var enda sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í leikslok: "Þetta er bara ævintýri hjá okkur og búið að vera það síðan við unnum Skagamenn í 32-liða úrslitunum. Við höldum ótrauðir áfram og stefnum að sjálfsögðu á bikarúrslitaleikinn. Ég held að þessi árangur okkar í bikarkeppninni gefi liðinu aukið sjálfstraust í deildarkeppninni og það hyggjumst við nýta okkur," sagði markaskorarinn Hörður Már Magnússon. Þess má geta að Hörður hefur einu sinni orðið bikarmeistari - með Val árið 1992 eftir ævintýralegan sigur á KA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira