Sport

Á sama stað og Burkina Faso

Íslenska landsliðið í fótbolta hrapar hratt niður styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins þessa mánuðina. Íslenska liðið er nú í 79. til 81 .sæti á listanum ásamt stórþjóðunum Burkina Faso og Gvatemala. Afríkuþjóðin Burkina Faso, sem hét áður Efri Volta, hefur tapað tveimur af af þremur leikjum sínum í undankeppni Afríkuhlutans en gætu þó með sigri á Úganda 4. september klifið hærra upp töfluna. Gvatemala hefur hækkað um níu sæti síðan litinn var birtur síðast og vegur þar þungt sannfærandi 3-1 sigur á Súrinam í undankeppni Mið- og Norður Ameríku. Íslenska liðið hefur hins vegar ekki unnið leik síðan 20 ágúst á síðasta ári og aðeins náð tveimur jafnteflum í síðustu sjö leikjum. Íslenska liðið hefur ekki verið svona neðarlega á listanum síðan í september 1997 en þá var liðið í 83. sæti. Mánuði áður var liðið þó á 88. sæti þannig að Ásgeir og Logi eiga enn nokkuð í land með að ná botninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×