Sport

Man. Utd. og Boca Juniors unnu

Vodafone-mótið í knattspyrnu hófst í gær með tveimur leikjum á Old Trafford í Manchester. Manchester United sigraði PSV Eindhoven frá Hollandi, 1-0, með marki varnarmannsins Mikaels Silvestres í fyrri hálfleik. Boca Juniors frá Argentínu burstaði Urawa Red Diamonds frá Japan, 5-2. Mótinu lýkur á morgun en þá mætir Manchester United japanska liðinu og PSV og Boca Juniors eigast við. Mótið er í beinni útsendingu á Sýn. Ruud Van Nistelrooy sést hér í barátttu við Jurgen Colin, leikmann PSV, í leiknum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×