Sport

Sigur hjá Singh

Vijay Singh, kylfingurinn snjalli frá Fidjieyjum, fór með sigur af hólmi á Buick Invitational-mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi sem lauk í Michigan á sunnudaginn. Singh tókst að standast áhlaup Bandaríkjamannsins John Daly á síðasta hringnum og lauk mótinu á 23 höggum undir pari. Daly kom næstur á 22 höggum undir pari og Tiger Woods og paragvæski kylfingurinn Carlos Franco komu næstir á 21 höggi undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×