Sport

Skíðalandsliðið valið

Skíðasamband Ísland valdi á dögunum landsliðið í alpagreinum og skíðagöngu fyrir næsta vetur og er óhætt að segja að fátt hafi komið á óvart í því vali. Helstu markmið skíðafólksins er að ná lágmörkum fyrir vetrarólympíuleikana í Toronto 2006. Skíðafélag Akureyrar á flesta skíðamenn í alpagreinaliðinu eða þrjá talsins, Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur, Elínu Arnarsdóttur og Hrefnu Dagbjartsdóttur. Skíðafélag Dalvíkur á tvo, Björgvin Björgvinsson og Kristinn Inga Valsson og síðan voru Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir úr Skíðadeild Víkings, Kristján Uni Óskarsson úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar, Sindri Már Pálsson úr Skíðadeild Breiðabliks og Steinn Sigurðsson úr Skíðadeild Ármanns valin í hópinn. Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði og Jakob Einar Jakobsson frá Ísafirði voru valin í landsliðið í skíðagöngu en þau dvelja bæði við nám og æfingar í Noregi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×