Sport

Jafntefli við Þjóðverja

Landsleik Íslendinga og Þjóðverja í handbolta í Sverin í Þýskalandi lauk með jafntefli 27-27. Þjóðverjar voru yfir í hálfleik 14-12 en þegar skammt var til leiksloka höfðu Íslendingar forystu 25-22. Liðin mætast aftur á morgun í Rostock. Þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast fjórtánda ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×