Sport

Tyson tapar

Endurkomu Mike Tyson í hnefaleikahringinn lauk með tapi síðastliðna nótt. Danny Williams 34 ára Englendingur rotaði Tyson í fjórðu lotu bardagans sem fór fram í Louisville í Kentucky. Þetta var fyrsti bardagi hins 38 ára gamla Tysons í 17 mánuði. Þessi fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt má muna sinn fífil fegurri og fastlega er búist við því að ferill hans sé á enda. Það var aðeins í upphafi bardagans að Tyson sýndi gamalkunna takta en hann réð ekkert við Williams í fjórðu lotu. Þessi úrslit eru talin ein þó óvæntustu í boxinu á síðari árum. Eric Morales mætir Carlos Hernandez í hringnum í nótt og verður bardaginn í beinni útsendingu á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×