Sport

Skíðalandslið Íslands valið

Skíðasamband Íslands hefur tilkynnt val á landsliðum Íslands í alpagreinum og skíðagöngu fyrir veturinn 2004-2005. Í landsliði Íslands í Alpagreinum 2004-2005 eru: Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi Dalvíkur Dagný Linda Kristjánsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar Elín Arnarsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, Skíðadeild Víkings Reykjavík Hrefna Dagbjartsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar Kristinn Ingi Valsson, Skíðafélagi Dalvíkur Kristján Uni Óskarsson, Skíðafélagi Ólafsfjarðar Sindri Már Pálsson, Skíðadeild Breiðabliks Steinn Sigurðsson, Skíðadeild Ármanns Reykjavík Í landsliði Íslands í Skíðagöngu 2004-2005 eru þau Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði og Jakob Einar Jakobsson, Ísafirði. Þau eru bæði við nám í Noregi og stunda æfingar samhliða því. Markmið þeirra í vetur er að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Torino 2006 og eiga þau, samkvæmt tilkynningu skíðasambandsins, bæði raunhæfa möguleika á að ná þeim. Ef Elsa Guðrún nær þeim árangri verður hún fyrsti Íslenski kvenmaðurinn til að keppa á Ólympíuleikum í skíðagöngu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×