Sport

Göran segist ekki hafa blekkt

Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, neitar því að hafa blekkt enska knattspyrnusambandið í tengslum við ásakanir um að hann hafi haldið við einn af riturum sínum. Sven Göran er í fríi í Svíþjóð og gaf hann út yfirlýsingu í gær þar sem hann svarar hálfsmánaðar vangaveltum breskra blaða um meint framhjáhald sitt. Hann segist venjulega ekki tjá sig um einkalíf sitt en að hann hafi neyðst til að leiðrétta fréttaflutning. Sven-Göran segist hvorki hafa neitað né staðfest við enska knattspyrnusambandið að hann hafi átt í sambandi við aðstoðarkonu sína. Framhald mála ræðst á stjórnarfundi knattspyrnusambandsins 5. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×