Sport

Ísland í 5 sæti á NM

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér fimmta sætið á Norðurlandamótinu sem lauk á Akureyri í dag. Ísland mætti þýska landsliðinu í leiknum um fimmta sætið og eftir að staðan hafði verið jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma þá sigraði Ísland í vítaspyrnukeppni, 7-6. Katrin Kliehm kom þýska liðinu yfir á 21. mínútu en markahrókurinn Nína Ósk Kristinsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið þegar átján mínútur voru til leiksloka. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu sem tapaði ekki leik í mótinu en gerði jafntefli í öllum sínum leikjum sem voru allir gegn mjög sterkum þjóðum. Noregur hafnaði í sjöunda sæti eftir sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni og Finnar höfnuðu í þriðja sæti eftir sigur á Dönum í vítaspyrnukeppni en staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma. Nína ósk Kristinsdóttir var markahæst íslensku stúlknanna með tvö mörk og þær Erna S. Arnardóttir, Dóra María Lárusdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu eitt mark hver.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×