Sport

Handboltalandsliðið til Þýskalands

Íslenska landsliðið í handbolta hélt í gær til Þýskalands þar sem það mun leika tvo landsleiki gegn Þjóðverjum en leikirnir eru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. Æfingahópur Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara hefur minnkað um tvo að undanförnu en Logi Geirsson dró sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum og Patrekur Jóhannsson hætti í fyrradag vegna meiðsla á þumalfingri. Hópur Guðmundar telur nú átján menn og þar af valdi hann sautján til Þýskalandsferðarinnar. Hann skildi eingöngu leikstjórnandann Ragnar Óskarsson eftir heima en sagði aðspurður að Ragnar ætti enn möguleika á því að komast í fimmtán manna hópinn sem fer á Ólympíuleikana í Aþenu. Fyrri leikurinn gegn Þjóðverjum fer fram í Schwerin í dag og hefst kl. 15 en sá seinni á morgun í Rostock. Hópur Íslands gegn Þjóðverjum Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson Kronau-Östringen Roland Eradze ÍBV Birkir Ívar Guðmundsson Haukum Aðrir leikmenn: Róbert Sighvatsson Wetzlar Kristján Andrésson GUIF Einar Örn Jónsson Wallau Sigfús Sigurðsson Magdeburg Dagur Sigurðsson Bregenz Vignir Svavarsson Haukum Gylfi Gylfason Wilhelmshavener Guðjón Valur Sigurðsson Essen Snorri Steinn Guðjónsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Ciudad Real Rúnar Sigtryggsson Wallau Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukum Jaliesky Garcia Göppingen Róbert Gunnarsson Aarhus



Fleiri fréttir

Sjá meira


×