Sport

Arnar skoraði fyrir Lokeren

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnar Grétarsson var á skotskónum þegar belgíska liðið Lokeren gerði jafntefli, 2-2, gegn Evrópumeisturum Porto í æfingaleik á þriðjudagskvöldið. Arnar skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu strax á 6. mínútu en hann lék allan leikinn ásamt Rúnari Kristinssyni og Arnari Þór Viðarssyni. Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður í liði Lokeren á 60. mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×