Virkar ríkisrekið skólakerfi? 8. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar