Sport

Sigruðu stjörnulið KSÍ

Fótboltaleikur hreyfihamlaðra og aðstoðarmanna þeirra gegn stjörnuliði KSÍ var háður í gær. Stjörnuliðið fékk að kynnast aðstæðum hreyfihamlaðra með því að notast við ýmis konar hjálpartæki í leiknum, s.s hjólastóla, göngugrindur og hækjur í leiknum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, segir stjörnuliðið hafa tapað leiknum 9-1. "Það er þrautinni þyngir að spila fótbolta í hjólastól ef maður er óvanur því," segir Sigurður. Leikurinn er liður í baráttu Götuhernaðarins, sem er samstarfsverkefni Hins hússins og Sjálfsbjargar, fyrir bættu aðgengi hreyfihamlaðra að miðbænum og víðar. Hópurinn leitast viða að finna lausnir frekar en að einblína á það sem miður fer.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×