Svikamyllur og fórnarlömb 7. júlí 2004 00:01 Ríkislögreglustjóra hefur borist fyrsta kæra Íslendings á hendur Nígeríumanni vegna þess að sá fyrrnefndi telur þann síðarnefnda hafa haft af sér fjórar milljónir króna með blekkingum sem hófust með ævintýralegu tilboði í tölvubréfi. Samkvæmt fréttum af þessu máli liggur við að Íslendingurinn megi hrósa happi fyrir að halda þó lífi eftir að hafa gert tilraun til að endurheimta á eigin vegum það sem af honum var haft. Einsýnt er að Íslendingurinn á ekki að lyfta svo mikið sem litla fingri í öðrum tilgangi en að láta sér þetta ævintýri að kenningu verða. Hann lét blekkjast af einu óteljendi gylliboða sem hafa streymt um heiminn árum saman, fyrst í póstbréfum, nú í tölvubréfum, lengst og mest frá Nígeríu en einnig frá Pakistan og fleiri löndum. Þetta er útgerð svikahrappa á mið þar sem líkleg veiði er fégirnd hrekklausra og beitan hjartnæmar lygasögur. Sem sagt, þessi tilboð um aðstoð við að flytja stórfé gegn vænni þóknun eru alltaf sama blekkingin, fjöldasendingar í von um að einn og einn bíti á agnið. Dæmin um þá sem láta blekkjast halda svikamyllunum gangandi. Minnsta refsing fyrir að bíta á er fjártjón, mesta að enda í eigin útför. Um þann endi eru því miður ýmis dæmi.Ef þessi falstilboð kitla einhvern verulega, þrátt fyrir allt, er þekkingin á uppruna þeirra og eðli hjá Ríkislögreglustjóra. En jafnframt hjá Verslunarráði Íslands, sem tengist Alþjóða verslunarráðinu. Það rekur sérstaka upplýsingaskrifstofu í London um glæpastarfsemi í viðskiptum, ICC Commercial Crime Servises, sem forvitnilegt er að kynna sér á netinu. Svikahrappar í peningaleit sækja að andvaralausum með mörgum öðrum aðferðum. Þekkt hafa verið fyrirtæki í Suður-Evrópu með tilkynningar til rekstraraðila út um allt, sem eiga að hafa verið valdir verðlaunahafar vegna sérstaks árangurs. Til þess að taka á móti verðlaununum þarf að mæta í lúxusuppákomur gegn ærlegu gjaldi. Markmiðið er það sama, að nógu margir láti blekkjast til þess að svikamyllurnar borgi sig og haldi áfram. Nákvæmlega núna á sumarleyfistímanum er vertíð gerviútgefenda sem athafna sig í Mið-Evrópu og víðar. Þeir fara gjarnan um hvert landið af öðru með falsanir og fagurgala, í þeim tilgangi að ná samningum um skráningar og auglýsingar í gervirit og -handbækur, þess vegna til allt að fimm ára í senn. Stólandi á að landinn taki útlendinginn pottþéttan og láti hann jafnvel njóta yfirburða í tungumálakunnáttu. Á sama tíma berast fyrirtækjum víða um heim, ekki aðeins hér, reikningar frá þessum eða sams konar gervifyrirtækjum vegna skráninga eða auglýsinga, í trausti þess að afleysingagjaldkerar gái ekki að sér og greiði óáritaða en sannfærandi reikninga. Það er aðeins ein leið til þess að lenda ekki í gapastokkum af ofangreindum toga. Sú, að taka öllum tilboðum, atgangi og kröfum með þeim fyrirvara að samþykkja ekkert nema að fenginni fullri vissu um það sem í húfi er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkislögreglustjóra hefur borist fyrsta kæra Íslendings á hendur Nígeríumanni vegna þess að sá fyrrnefndi telur þann síðarnefnda hafa haft af sér fjórar milljónir króna með blekkingum sem hófust með ævintýralegu tilboði í tölvubréfi. Samkvæmt fréttum af þessu máli liggur við að Íslendingurinn megi hrósa happi fyrir að halda þó lífi eftir að hafa gert tilraun til að endurheimta á eigin vegum það sem af honum var haft. Einsýnt er að Íslendingurinn á ekki að lyfta svo mikið sem litla fingri í öðrum tilgangi en að láta sér þetta ævintýri að kenningu verða. Hann lét blekkjast af einu óteljendi gylliboða sem hafa streymt um heiminn árum saman, fyrst í póstbréfum, nú í tölvubréfum, lengst og mest frá Nígeríu en einnig frá Pakistan og fleiri löndum. Þetta er útgerð svikahrappa á mið þar sem líkleg veiði er fégirnd hrekklausra og beitan hjartnæmar lygasögur. Sem sagt, þessi tilboð um aðstoð við að flytja stórfé gegn vænni þóknun eru alltaf sama blekkingin, fjöldasendingar í von um að einn og einn bíti á agnið. Dæmin um þá sem láta blekkjast halda svikamyllunum gangandi. Minnsta refsing fyrir að bíta á er fjártjón, mesta að enda í eigin útför. Um þann endi eru því miður ýmis dæmi.Ef þessi falstilboð kitla einhvern verulega, þrátt fyrir allt, er þekkingin á uppruna þeirra og eðli hjá Ríkislögreglustjóra. En jafnframt hjá Verslunarráði Íslands, sem tengist Alþjóða verslunarráðinu. Það rekur sérstaka upplýsingaskrifstofu í London um glæpastarfsemi í viðskiptum, ICC Commercial Crime Servises, sem forvitnilegt er að kynna sér á netinu. Svikahrappar í peningaleit sækja að andvaralausum með mörgum öðrum aðferðum. Þekkt hafa verið fyrirtæki í Suður-Evrópu með tilkynningar til rekstraraðila út um allt, sem eiga að hafa verið valdir verðlaunahafar vegna sérstaks árangurs. Til þess að taka á móti verðlaununum þarf að mæta í lúxusuppákomur gegn ærlegu gjaldi. Markmiðið er það sama, að nógu margir láti blekkjast til þess að svikamyllurnar borgi sig og haldi áfram. Nákvæmlega núna á sumarleyfistímanum er vertíð gerviútgefenda sem athafna sig í Mið-Evrópu og víðar. Þeir fara gjarnan um hvert landið af öðru með falsanir og fagurgala, í þeim tilgangi að ná samningum um skráningar og auglýsingar í gervirit og -handbækur, þess vegna til allt að fimm ára í senn. Stólandi á að landinn taki útlendinginn pottþéttan og láti hann jafnvel njóta yfirburða í tungumálakunnáttu. Á sama tíma berast fyrirtækjum víða um heim, ekki aðeins hér, reikningar frá þessum eða sams konar gervifyrirtækjum vegna skráninga eða auglýsinga, í trausti þess að afleysingagjaldkerar gái ekki að sér og greiði óáritaða en sannfærandi reikninga. Það er aðeins ein leið til þess að lenda ekki í gapastokkum af ofangreindum toga. Sú, að taka öllum tilboðum, atgangi og kröfum með þeim fyrirvara að samþykkja ekkert nema að fenginni fullri vissu um það sem í húfi er.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar