Sport

Rehhagel áfram með Grikki

Otto Rehhagel, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Grikkja í knattspyrnu, mun halda áfram með liðið fram yfir Heimsmeistarakeppnina árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem gríska knattspyrnusambandið sendi frá sér í dag. Af erlendum fréttamiðlum að dæma er Rehhagel sjálfur hins vegar ekki búinn að staðfesta þessar fregnir. Hann hefur m.a. verið bendlaður við þýska landsliðið að undanförnu en þjálfari Þjóðverja, Rudi Völler, sagði starfi sínu lausu eftir að liðið féll út í riðlakeppni Evrópumótsins í Portúgal sem lauk um síðastliðna helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×