Sport

Royle fær bætur frá City

Fyrrum framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, Joe Royle, hefur unnið mál á hendur sínu gamla félagi og fengið bætur sem nema 422 þúsund pundum. Forsaga málsins er sú að Royle, sem nú er við stjórnvölinn hjá 1. deildarliði Ipswich Town, var rekinn frá City eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni vorið 2001. Hann hélt því strax fram að hann ætti rétt á einhverjum bótum en undir það tóku forráðamenn City ekki. Royle fór því með málið fyrir dómstóla og nú er sem sé niðurstaða fengin. Reyndar eru forráðamenn City að íhuga áfrýjun því þeir eru eðlilega ekki alveg sáttir og í orðsendingu frá þeim segir meðal annars: "Okkur hefur verið bent á að það séu forsendur fyrir því að áfrýja þessum dómi og við munum nota næstu daga til að taka ákvörðun um það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×