Sport

Deco fer til Barcelona

Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco gekk í dag frá samningi við spænska stórveldið Barcelona. Það verður því ekkert af því að hann að hann fylgi sínum gamla lærimeistara, Jose Mourinho, til Chelsea. "Ég vil senda skilaboð til stuðningsmanna Barcelona," sagðo Deco er hann kom til borgarinnar í dag. "Hafið trú á mér því ég er kominn hingað til að vinna titla. Ég fékk tilboð frá öðrum félögum en mig hefur alltaf langað til þess að leika með Barcelona og því datt mér ekki í hug að segja nei við félagið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×