Sport

Reiziger kominn til Boro

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough tilkynnti í dag að þeir væru búnir að gera samning við hollenska varnarmanninn Michael Reiziger. Reiziger var án samnings og því þurfti Boro ekki að greiða krónu fyrir hann en Reiziger hefur undan farin ár leikið með Barcelona á Spáni. Hann er 31 árs gamall. Athygli vakti að Reiziger var einnig með tilboð frá spænsku meisturunum í Valencia en hann ákvað frekar að semja við Boro þar sem hann langaði að spila á Englandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×