Sport

Man. Utd á eftir ungum Ítala

Man. Utd. mun að öllum líkindum ganga frá kaupum á stórefnilegum ítölskum miðjumanni á næstu dögum. Sá heitir Guiseppe Rossi, er 16 ára og er á mála hjá Parma. Ef United nær að klófesta hann yrði hann annar ungi leikmaðurinn sem United kaupir á stuttum tíma en þeir gengu nýverið frá kaupum á Gerard Pique frá Barcelona. Það er ljóst að Sir Alex Ferguson er byrjaður að leggja grunninn að nýju stórveldi hjá United því hann keypti einnig marga unga og efnilega leikmenn á síðustu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×