Zagorakis valinn bestur á EM 5. júlí 2004 00:01 Fyrirliði grísku Evrópumeistaranna, Theodoros Zagorakis, var valinn besti leikmaður mótsins og er sú tilnefning punkturinn yfir i-ið á hinu ótrúlega gríska ævintýri sem við höfum orðið vitni að undanfarnar þrjár vikur. Þessi 32 ára gamli leikmaður AEK í Aþenu er holdgervingur gríska liðsins - vinnusamur miðjumaður sem lætur ekkert hafa áhrif á leik sinn, gerir það sem fyrir hann er lagt og efast ekki um ákvarðanatöku þjálfarans. Zagorakis var valinn besti maður vallarins í fyrsta leik mótsins og einnig í þeim síðasta og er það lýsandi dæmi um árangur Grikkjanna á EM - þeir opnuðu mótið með stæl og lokuðu því með stæl. Árangur þeirra var síður en svo tilviljun - margir héldu að fyrri sigurinn á Portúgölum hefði verið tilviljun ein, bóla sem myndi springa í næsta leik - en hafi þetta verið bóla þá var hún úr stáli. Zagorakis var um tíma hjá enska liðinu Leicester City en saga hans þar er ekki mörkuð af sigrum né frægð, frekar en grísk knattspyrnusaga fram til þessa dags. Á tveimur og hálfu ári í Leicester-borg var Zagorakis aðeins 45 sinnum í byrjunarliðinu og fékk að fara á frjálsri sölu sumarið 2000 til AEK þar sem hann er enn. Hann átti afar erfitt með að tjá sig um tilfinninguna sem fylgdi því að taka á móti bikarnum í leikslok: "Hugur minn var algerlega tómur, það eina sem ég vildi gera var að hefja bikarinn á loft. Í raun á ég engin orð til að lýsa því hvernig mér líður núna - þetta er ólýsanleg tilfinning." Zagorakis verður tíðrætt um sálina í gríska liðinu: "Við höfum sannað enn og aftur að gríska sálin er, og verður alltaf, aðalstyrkur okkar. Hún er stórkostlegasta gjöfin sem Guð hefur nokkurn tímann gefið okkur." Fyrir EM í Portúgal höfðu Grikkir ekki unnið leik á stórmóti. Reyndar hafa þeir aðeins verið þátttakendur í tveimur - EM 1980 og HM 1994. "Bara það að komast í lokakeppnina var mikið afrek hjá okkur," sagði Zagorakis en Grikkir þóttu einnig koma mikið á óvart í undankeppninni. Þeir stóðu sig frábærlega þar, urðu að lokum efstir í sínum riðli og skutu sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Spánverjum og Úkraínumönnu ref fyrir rass. "Þrátt fyrir góðan árangur okkar í undankeppninni bjóst enginn við þessum árangri í lokakeppninni. Það sem við afrekuðum síðan hér í Portúgal er auðvitað ekki búið að vera neitt annað en eitt allsherjarævintýri sem mikil forréttindi hafa verið að fá að taka þátt í." Zagorakis sagði fögnuðinn í búningsklefanum eftir leikinn hafa verið rosalegan: "Þú getur ekki ímyndað þér hvað gekk á, öll þessi gleði umlykjandi, allur þessi fögnuður. En að sjálfsögðu tileinkum við þennan sigur öllum Grikkjum hvar sem þeir eru í heiminum. Ég held að við höfum gefið fólkinu eitthvað meira en bara gleði. Við höfum gefið þeim mikið stolt - stolt sem það getur borið með sér ævina á enda," sagði fyrirliði grísku Evrópumeistaranna og besti leikmaður EM í Portúgal, Theodoros Zagorakis. Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira
Fyrirliði grísku Evrópumeistaranna, Theodoros Zagorakis, var valinn besti leikmaður mótsins og er sú tilnefning punkturinn yfir i-ið á hinu ótrúlega gríska ævintýri sem við höfum orðið vitni að undanfarnar þrjár vikur. Þessi 32 ára gamli leikmaður AEK í Aþenu er holdgervingur gríska liðsins - vinnusamur miðjumaður sem lætur ekkert hafa áhrif á leik sinn, gerir það sem fyrir hann er lagt og efast ekki um ákvarðanatöku þjálfarans. Zagorakis var valinn besti maður vallarins í fyrsta leik mótsins og einnig í þeim síðasta og er það lýsandi dæmi um árangur Grikkjanna á EM - þeir opnuðu mótið með stæl og lokuðu því með stæl. Árangur þeirra var síður en svo tilviljun - margir héldu að fyrri sigurinn á Portúgölum hefði verið tilviljun ein, bóla sem myndi springa í næsta leik - en hafi þetta verið bóla þá var hún úr stáli. Zagorakis var um tíma hjá enska liðinu Leicester City en saga hans þar er ekki mörkuð af sigrum né frægð, frekar en grísk knattspyrnusaga fram til þessa dags. Á tveimur og hálfu ári í Leicester-borg var Zagorakis aðeins 45 sinnum í byrjunarliðinu og fékk að fara á frjálsri sölu sumarið 2000 til AEK þar sem hann er enn. Hann átti afar erfitt með að tjá sig um tilfinninguna sem fylgdi því að taka á móti bikarnum í leikslok: "Hugur minn var algerlega tómur, það eina sem ég vildi gera var að hefja bikarinn á loft. Í raun á ég engin orð til að lýsa því hvernig mér líður núna - þetta er ólýsanleg tilfinning." Zagorakis verður tíðrætt um sálina í gríska liðinu: "Við höfum sannað enn og aftur að gríska sálin er, og verður alltaf, aðalstyrkur okkar. Hún er stórkostlegasta gjöfin sem Guð hefur nokkurn tímann gefið okkur." Fyrir EM í Portúgal höfðu Grikkir ekki unnið leik á stórmóti. Reyndar hafa þeir aðeins verið þátttakendur í tveimur - EM 1980 og HM 1994. "Bara það að komast í lokakeppnina var mikið afrek hjá okkur," sagði Zagorakis en Grikkir þóttu einnig koma mikið á óvart í undankeppninni. Þeir stóðu sig frábærlega þar, urðu að lokum efstir í sínum riðli og skutu sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Spánverjum og Úkraínumönnu ref fyrir rass. "Þrátt fyrir góðan árangur okkar í undankeppninni bjóst enginn við þessum árangri í lokakeppninni. Það sem við afrekuðum síðan hér í Portúgal er auðvitað ekki búið að vera neitt annað en eitt allsherjarævintýri sem mikil forréttindi hafa verið að fá að taka þátt í." Zagorakis sagði fögnuðinn í búningsklefanum eftir leikinn hafa verið rosalegan: "Þú getur ekki ímyndað þér hvað gekk á, öll þessi gleði umlykjandi, allur þessi fögnuður. En að sjálfsögðu tileinkum við þennan sigur öllum Grikkjum hvar sem þeir eru í heiminum. Ég held að við höfum gefið fólkinu eitthvað meira en bara gleði. Við höfum gefið þeim mikið stolt - stolt sem það getur borið með sér ævina á enda," sagði fyrirliði grísku Evrópumeistaranna og besti leikmaður EM í Portúgal, Theodoros Zagorakis.
Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira