Sport

Mourinho ekkert heyrt í Crespo

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er á höttunum eftir miðjumanni og sóknarmanni en ólíklegt þykir hins vegar að argentínski framherjinn Hernan Crespo sé lengur inni í myndinni hjá félaginu. Þetta gaf nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins, Jose Mourinho, til kynna í gær. Hann sagði einnig að Crespo hefði ekki mætt á undirbúningsfund liðsins sem haldinn var í gær og að hann hefði ekki heyrt frá honum né umboðsmanni hans: "Crespo var ekki hér og ég hef ekkert heyrt frá honum," sagði Mourinho og bætti við: "Viðhorf leikmanna skiptir miklu máli þegar maður er að setja saman framtíðarhóp. Ástríða leikmanns skiptir öllu." Mourinho hefur sagt að hann vilji hafa um það bil 24 leikmenn til taks. Hann vísaði því algerlega á bug að hann væri að semja við miðvallarleikmanninn hollenska Edgar Davids, en orðrómur hefur verið á kreiki undanfarið þess efnis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×