Sport

Sömdu við Martin Beck

Framarar sömdu um helgina við Danann Martin Beck Andersen sem leikið hefur með AGF. Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Fram, þekkir vel til hans og segir ljóst að hann styrki Framliðið verulega. Martin Beck er væntanlegur til landsins á þriðjudag eða miðvikudag. Síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum Visabikarkeppni KSÍ fer fram í kvöld. Fram tekur á móti Keflavík á Laugardalsvelli, leikurinn hefst kl. 19.15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×