250 þúsund manns á götum Aþenu 5. júlí 2004 00:01 Milljónir Grikkja vöknuðu upp í morgun með timburmenn eftir eftir að hafa fagnað sigri á Evrópumeistaramótinu í Portúgal með sigri á heimamönnum 1-0. Talið er að í miðborg Aþenu hafi um 250 þúsund manns þust út á göturnar til að halda upp á sigurinn. Í morgun var tilkynnt að Theodoros Zagorakis, fyrirliði gríska landsliðsins, var valinn besti leikmaður EM 2004. Átta manna nefnd á vegum Knattspyrnusambands Evrópu sá um kjörið og tók m.a. mið af kosningu á heimasíðu sambandsins. Gerhard Houllier, fyrrverandi stjóri Liverpool, sem á sæti í nefndinni, sagði að Zagorakis hefði sýnt leiðtogahæfileika, tæknilega hæfileika og mikla vinnusemi í gegnum allt mótið. Zagorakis var einnig valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Þá var stjörnulið mótsins valið en í því eru 23 leikmenn, þar á meðal fimm úr Evrópumeistaraliði Grikklands. Hetja Grikkja, Angelos Haristeas, sem skoraði sigurmarkið, er nú kallaður Engill Grikklands í heimalandi sínu. Haristeas sagði eftir leikinn að Grikkland verðskuldaði Evrópumeistaratitlinn en Haristeas hefur ekki átt fast sæti í liði Werder Bremen í Þýskalandi. Christiano Ronaldo sagði að Portúgal hefði verið besta liðið á EM en óskaði Grikkjum til hamingju með sigurinn og sagði að þeir hefðu nýtt sín marktækifæri vel. Sigur Grikklands í EM eru ein óvæntustu úrslit í sögu stórmóta í knattspyrnu. "Við höfum endurskrifað knattspyrnusöguna" sagði Þjóðverjinn Ottó Rehhagel, landsliðsþjálfari Grikkja sem stóð til að reka fyrir ári síðan. Rehhagel hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að láta Grikkland spila gamaldags varnarfótbolta þar sem taktíkin ,maður á mann, er í fyrirrúmi. Rehhagel kallar sjálfur leikaðferð sína trójuhestinn, meira í gamni en alvöru. Otto Rehhagel neitaði að tjá sig á blaðamannafundi eftir leikinn um vangaveltur þess efnis að hann myndi hætta með gríska landsliðið og taka við því þýska og stýra því á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2006. Rehhagel á enn tvö ár eftir af samningi sínum við gríska knattspyrnusambandið. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco, sem reyndar er fæddur í Brasilíu, er á leið til Barcelona frá Porto fyrir einn milljarð króna að sögn forseta Barcelona Joan Laporta. Einungis á eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samninginn. Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Milljónir Grikkja vöknuðu upp í morgun með timburmenn eftir eftir að hafa fagnað sigri á Evrópumeistaramótinu í Portúgal með sigri á heimamönnum 1-0. Talið er að í miðborg Aþenu hafi um 250 þúsund manns þust út á göturnar til að halda upp á sigurinn. Í morgun var tilkynnt að Theodoros Zagorakis, fyrirliði gríska landsliðsins, var valinn besti leikmaður EM 2004. Átta manna nefnd á vegum Knattspyrnusambands Evrópu sá um kjörið og tók m.a. mið af kosningu á heimasíðu sambandsins. Gerhard Houllier, fyrrverandi stjóri Liverpool, sem á sæti í nefndinni, sagði að Zagorakis hefði sýnt leiðtogahæfileika, tæknilega hæfileika og mikla vinnusemi í gegnum allt mótið. Zagorakis var einnig valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Þá var stjörnulið mótsins valið en í því eru 23 leikmenn, þar á meðal fimm úr Evrópumeistaraliði Grikklands. Hetja Grikkja, Angelos Haristeas, sem skoraði sigurmarkið, er nú kallaður Engill Grikklands í heimalandi sínu. Haristeas sagði eftir leikinn að Grikkland verðskuldaði Evrópumeistaratitlinn en Haristeas hefur ekki átt fast sæti í liði Werder Bremen í Þýskalandi. Christiano Ronaldo sagði að Portúgal hefði verið besta liðið á EM en óskaði Grikkjum til hamingju með sigurinn og sagði að þeir hefðu nýtt sín marktækifæri vel. Sigur Grikklands í EM eru ein óvæntustu úrslit í sögu stórmóta í knattspyrnu. "Við höfum endurskrifað knattspyrnusöguna" sagði Þjóðverjinn Ottó Rehhagel, landsliðsþjálfari Grikkja sem stóð til að reka fyrir ári síðan. Rehhagel hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að láta Grikkland spila gamaldags varnarfótbolta þar sem taktíkin ,maður á mann, er í fyrirrúmi. Rehhagel kallar sjálfur leikaðferð sína trójuhestinn, meira í gamni en alvöru. Otto Rehhagel neitaði að tjá sig á blaðamannafundi eftir leikinn um vangaveltur þess efnis að hann myndi hætta með gríska landsliðið og taka við því þýska og stýra því á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2006. Rehhagel á enn tvö ár eftir af samningi sínum við gríska knattspyrnusambandið. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco, sem reyndar er fæddur í Brasilíu, er á leið til Barcelona frá Porto fyrir einn milljarð króna að sögn forseta Barcelona Joan Laporta. Einungis á eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samninginn.
Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira