Kunnugleg staða í ríkisstjórninni 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun