Sport

Hlaupið um Lissabon eftir miðum

Áhuginn er svo mikill fyrir úrslitaleik Portúgala og Grikkja í Evrópukeppninni í knattspyrnu í kvöld að fólk, sem ekki hefur tryggt sér aðgangsmiða á leikinn, hleypur um götur Lissabon í örvæntingarfullri leit að einhverjum sem á og vill selja miða. Er óþarft að taka fram að slíkir sölumenn eru ekki á hverju strái lengur. Þriggja manna fjölskylda var t.a.m. reiðubúin að borga sem svarar 100 þúsund krónur fyrir þrjá miða. Knattspyrnuveislan hefst klukkan 18:45 og þess má til gamans geta að Tvíhöfði lýsir leiknum á útarpsstöðvunum X-inu 97.7 og Skonrokki 90.9.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×