Sama heygarðshornið 1. júlí 2004 00:01 Ég kynntist Fear Factory fyrst á Ozzfest-hátíðinni á Bretlandi fyrir einhverjum árum síðan og hef, fyrir tilviljun, séð hana tvisvar síðan. Get seint talist til dyggra unnenda hljómsveitarinnar, hljómur hennar er full vélrænn fyrir minn smekk sem gerir tónlistina illflytjanlega á tónleikum, þó að þar séu Fear Factory-menn alveg ágætir. Eftir að hljómsveitin hafði tímabundið lagt upp laupana var ákveðið að bassaleikarinn, Christian Olde Wolbers, myndi færa sig yfir á gítarinn og var Byron Stroud úr Strapping Young Lad fenginn til að plokka bassastrengina. Platan Archetype er afrakstur þessarar nýju myndar sem Fear Factory tók á sig eftir að gítarleikarinn Dino Cazares hvarf á braut. Tónlistin er sem fyrr í tæknilegri kantinum, en það gefur manni einna mest efni til að gleðjast að útkoman er ekki jafn vélræn og áður. Wolbers gefur Dino lítið eftir sem gítarleikari, þéttleikinn ekkert síðri en á þeirra fyrri verkum. Hins vegar hefði hljómborðið alveg mátt missa sín, finnst það óþarft á köflum og ekki eiga við. Sköpun Fear Factory kemur víða við á þessari plötu, hljómsveitin tekur oft grimma grindcore-keyrslu, á til að detta niður í melódíska kafla með ágætum árangri og vélbyssulegu gítarriffin eru sem fyrr mjög áberandi. Söngurinn hjá Burton C. Bell er þó oft kæfður með bjögunareffektum, hefði vafalítið hljómað betur án þeirra og maður áttar sig ekki alveg á tilgangi þeirra. Lagið Human Shields hitti mig þó beint í mark, en þar fer hljómsveitin í nettan Deftones-gír sem fer henni alveg ágætlega. Það hefði verið gaman að heyra þá félaga gera meira í þeim stíl á þessari plötu, sem er að hljómnum undanskildum full keimlík því sem þeir hafa gert áður. Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar. Smári Jósepsson Fear Factory: Archetype Tónlist Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Ég kynntist Fear Factory fyrst á Ozzfest-hátíðinni á Bretlandi fyrir einhverjum árum síðan og hef, fyrir tilviljun, séð hana tvisvar síðan. Get seint talist til dyggra unnenda hljómsveitarinnar, hljómur hennar er full vélrænn fyrir minn smekk sem gerir tónlistina illflytjanlega á tónleikum, þó að þar séu Fear Factory-menn alveg ágætir. Eftir að hljómsveitin hafði tímabundið lagt upp laupana var ákveðið að bassaleikarinn, Christian Olde Wolbers, myndi færa sig yfir á gítarinn og var Byron Stroud úr Strapping Young Lad fenginn til að plokka bassastrengina. Platan Archetype er afrakstur þessarar nýju myndar sem Fear Factory tók á sig eftir að gítarleikarinn Dino Cazares hvarf á braut. Tónlistin er sem fyrr í tæknilegri kantinum, en það gefur manni einna mest efni til að gleðjast að útkoman er ekki jafn vélræn og áður. Wolbers gefur Dino lítið eftir sem gítarleikari, þéttleikinn ekkert síðri en á þeirra fyrri verkum. Hins vegar hefði hljómborðið alveg mátt missa sín, finnst það óþarft á köflum og ekki eiga við. Sköpun Fear Factory kemur víða við á þessari plötu, hljómsveitin tekur oft grimma grindcore-keyrslu, á til að detta niður í melódíska kafla með ágætum árangri og vélbyssulegu gítarriffin eru sem fyrr mjög áberandi. Söngurinn hjá Burton C. Bell er þó oft kæfður með bjögunareffektum, hefði vafalítið hljómað betur án þeirra og maður áttar sig ekki alveg á tilgangi þeirra. Lagið Human Shields hitti mig þó beint í mark, en þar fer hljómsveitin í nettan Deftones-gír sem fer henni alveg ágætlega. Það hefði verið gaman að heyra þá félaga gera meira í þeim stíl á þessari plötu, sem er að hljómnum undanskildum full keimlík því sem þeir hafa gert áður. Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar. Smári Jósepsson Fear Factory: Archetype
Tónlist Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira