Sport

Man. Utd. kaupir ungan varnarmann

Gerard Pique, leikmaður Barcelona, er á leiðinni til Manchester United en aðeins á eftir að skrifa undir samning þess efnis sem liggur tilbúinn á borðinu. Þessi sautján ára gamli og gríðarlega hæfileikaríki spænski varnarmaður hefur samþykkt fimm ára samning við United eftir að hafa hitt Ferguson að máli í vikunni. Hann hafnaði nýverið nýju samningsboði frá Barcelona en kaupverðið á ungstirninu fékkst ekki gefið upp. Pique sagði það óneitanlega erfitt að yfirgefa félagið sem hann hefur alist upp hjá: "Ég hef átt sjö frábær ár hjá Barcelona þar sem ég hef lært mikið og fengið að njóta þess að spila fótbolta og ég er afar þakklátur fyrir þá reynslu. En nú hefst nýr kafli í lífi mínu. Þessi ákvörðun var afar erfið því ég var mjög hamingjusamur í Barcelona. Eftir að hafa rætt málin með mínum nánustu komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri heppilegur tími til að skipta um vettvang," sagði Pique. Það voru fleiri lið en Manchester United á eftir þessum efnilega leikmanni og Arsene Wenger vildi ólmur fá hann á Highbury en Ferguson hafði betur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×