Sport

FH-ingar unnu Fram í Laugardalnum

FH-ingar unnu Framara í kvöld, 1-2, en þetta var fyrsti sigur Hafnarfjarðarliðsins á Fram í Laugardalnum í tíu ár. Varnarmennirnir Sverrir Garðarsson og Freyr Bjarnason sáu um markaskorunina í leiknum en með þessum sigri eru FH-ingar komnir með 15 stig í 2. sæti Landsbankadeildar karla. Sverrir Garðarsson skoraði fyrsta mark leiksins með hælnum eftir 4. mínútur og Freyr Bjarnason kom FH í 0-2 rétt fyrir leikhlé. FH-ingar yfirspiluðu Framara í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik bitu Framarar frá sér og Ríkharður Daðason minnkaði muninn fyrir Fram á 64. mínútu með sínu fyrsta marki síðan 1. júní. Þetta var sjöundi leikur Framara í röð án sigurs en þeir unnu sinn síðasta leik gegn Víkingum í fyrstu umferð. Síðan þá hafa þeir aðeins fengið tvö stig en tapleikirnir eru orðnir fimm í síðustu sjö leikjum. FH-ingar eru hinsvegar taplausir í síðustu sex leikjum og hafa ennfremur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×