Frægð en ekki frami 28. júní 2004 00:01 Söngleikurinn Fame var frumsýndur í Smáralindinni á fimmtudagskvöldið fyrir fullu húsi. Stemningin var nokkuð góð og mikil eftirvænting lá í loftinu áður en leikurinn hófst. Ætli það hafi nokkuð verið nema um helmingur gestanna sem hafði einhvern samanburð við bíómyndina eða sjónvarpsþættina, aðrir voru að sjá krakkana á Framabraut í fyrsta sinn. Sem unglingasöngleikur er hann bara ágætur. Fame er ekkert stórvirki, en ég bjóst heldur ekki við því. Ljósasjóið er gott, dansinn er nokkuð góður og söngurinn ágætur, þrátt fyrir að allir einsöngvarar hafi á einhverjum tíma farið út af sporinu. Það er einna helst að það þurfi að lækka tóntegundina fyrir Álfrúnu Örnólfsdóttur, því hún náði engan veginn sínum hæstu nótum. Sveppi kom á óvart, því ég vissi ekki að hann gæti sungið. Texti leikritsins er á stundum ódýr, en góður í þýðingu Úlfs Eldjárns. Honum hefur tekist að staðfæra leikritið vel. Lagatextarnir virkuðu hins vegar stundum svolítið skrítnir. Það var ekki frá því að mér hafi stöku sinnum dottið í hug "Æi, vantaði þig rím greyið?". Eitt best sungna lagið var þegar Jóhanna Jónas söng Ég elska börnin. Textinn við það lag er hins vegar svo hræðilegur að ég vil ekkert meir um það tala. Það er einna helst að textinn í laginu Sjáumst á morgun gæti unnið samkeppnina um versta textann. Leikurinn var misjafn eins og búast mátti við, þar sem reynsla leikaranna er misjafn. Jónsi nær aðeins meiri dýpt en í Grease (allt í lagi, ég veit það segir ekki mikið). Sveppi fer vel með sitt hlutverk sem grínistinn. María Heba má slaka aðeins á, því ofleikur hennar í baráttunni við aukakílóin er yfirþyrmandi og fer þar út í það leikhús fáránleikans sem vísað er til í leikritinu sjálfu. Yfirhöfuð voru karakterar nokkuð flatir og er þar bæði við leikritið sjálft og leikstjóra að sakast. Sem unglingasöngleikur tekst honum samt ágætlega vel upp og hefur betra flæði en Verslósýningar. Svanborg Sigmarsdóttir Frumsýning á Fame í Smáralind, fimmtudaginn 24. júní. Leikhús Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Söngleikurinn Fame var frumsýndur í Smáralindinni á fimmtudagskvöldið fyrir fullu húsi. Stemningin var nokkuð góð og mikil eftirvænting lá í loftinu áður en leikurinn hófst. Ætli það hafi nokkuð verið nema um helmingur gestanna sem hafði einhvern samanburð við bíómyndina eða sjónvarpsþættina, aðrir voru að sjá krakkana á Framabraut í fyrsta sinn. Sem unglingasöngleikur er hann bara ágætur. Fame er ekkert stórvirki, en ég bjóst heldur ekki við því. Ljósasjóið er gott, dansinn er nokkuð góður og söngurinn ágætur, þrátt fyrir að allir einsöngvarar hafi á einhverjum tíma farið út af sporinu. Það er einna helst að það þurfi að lækka tóntegundina fyrir Álfrúnu Örnólfsdóttur, því hún náði engan veginn sínum hæstu nótum. Sveppi kom á óvart, því ég vissi ekki að hann gæti sungið. Texti leikritsins er á stundum ódýr, en góður í þýðingu Úlfs Eldjárns. Honum hefur tekist að staðfæra leikritið vel. Lagatextarnir virkuðu hins vegar stundum svolítið skrítnir. Það var ekki frá því að mér hafi stöku sinnum dottið í hug "Æi, vantaði þig rím greyið?". Eitt best sungna lagið var þegar Jóhanna Jónas söng Ég elska börnin. Textinn við það lag er hins vegar svo hræðilegur að ég vil ekkert meir um það tala. Það er einna helst að textinn í laginu Sjáumst á morgun gæti unnið samkeppnina um versta textann. Leikurinn var misjafn eins og búast mátti við, þar sem reynsla leikaranna er misjafn. Jónsi nær aðeins meiri dýpt en í Grease (allt í lagi, ég veit það segir ekki mikið). Sveppi fer vel með sitt hlutverk sem grínistinn. María Heba má slaka aðeins á, því ofleikur hennar í baráttunni við aukakílóin er yfirþyrmandi og fer þar út í það leikhús fáránleikans sem vísað er til í leikritinu sjálfu. Yfirhöfuð voru karakterar nokkuð flatir og er þar bæði við leikritið sjálft og leikstjóra að sakast. Sem unglingasöngleikur tekst honum samt ágætlega vel upp og hefur betra flæði en Verslósýningar. Svanborg Sigmarsdóttir Frumsýning á Fame í Smáralind, fimmtudaginn 24. júní.
Leikhús Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira