Flokkur í álögum 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar