Barist við innri djöfla 25. júní 2004 00:01 Þeim sem geta varla beðið eftir stærstu rokkveislu Íslandssögunnar um næstu helgi er boðið í tveggja tíma sálfræðitíma með hljómsveitinni Metallica. Heimildarmyndin Some Kind of Monster er ólík öllum öðrum heimildarmyndum sem gerðar hafa verið um rokksveitir. Hún stendur algjörlega ein og sér og mun án efa skemmta bæði hörðustu unnendum Metallica sem og þeim sem rétt kannast við sveitina. Í myndinni er fylgst með gerð síðustu plötu sveitarinnar, St. Anger, en við upphaf þess ferlis hafði bassaleikarinn Jason Newsted yfirgefið sveitina vegna ósættis við James Hetfield. Þeir þrír sem eftir stóðu gátu svo ekki talast við nema með aðstoð sálfræðings. Miðað við ástandið innan sveitarinnar á þessum tíma er eiginlega ótrúlegt að sveitin hafi getað gert aðra plötu saman. Metallica hjá sála "Í raun og veru er þetta mynd um brothætt samband miðaldra manna í krísu," segir Bruce Sinofsky, annar leikstjóri myndarinnar. "Þeir gætu þess vegna unnið sem blaðamenn en sú staðreynd að þetta eru liðsmenn Metallicu gerir söguna örlítið áhugaverðari. Fyrsti tökudagur var meðferðardagur hjá sálfræðingi. Þá vissum við að þetta yrði mjög ólíkt því sem við höfðum ímyndað okkur. Kirk og Lars voru greinilega mjög ánægðir með meðferðina en James veitti þessu mótstöðu. Þetta hafði greinilega áhrif á hann því á endanum var það hann sem fór í heljarinnar meðferð seinna. Hann var plagaður af vandamálum, bæði heima hjá sér og með hljómsveitina. Phil, sálfræðingurinn þeirra, losaði um mörg tilfinningamál og áttaði sig á því að hann þyrfti á mikilli hjálp að halda. Ef maður hefði þurft að giska á hvaða sveitir þyrftu á svona hópmeðferð að halda hefði manni aldrei dottið Metallica í hug. Hverjum hefði dottið í hug að svona testósterónsveit væri svona viðkvæm? Við nutum okkar við það að fletta ofan af karlrembuþrunginni stereótýpuímynd þeirra." Voruð þið aðdáendur áður en þið hófuð tökur? "Við höfðum notað tónlist þeirra í mynd okkar Paradise Lost og mynduðum vinskap við þá eftir hana. Ég varð eiginlega meiri aðdáandi persónanna áður en ég varð aðdáandi tónlistarinnar. Áður fyrr var tónlist Metallica ekki eitthvað sem ég setti á fóninn hversdagslega. Ég kann meira að meta tónlistina núna vegna þess að ég skil hvað þeir þurftu að leggja á sig við að búa hana til." Það eru nokkur mjög tilfinningaþrungin augnablik í myndinni. Var það ekkert erfitt að vera á staðnum og þurfa að horfa upp á þetta, án þess að geta blandað sér neitt inn í málið? "Það voru mörg augnablik sem voru mjög óþægileg. Til dæmis þegar Lars fer alveg upp að andliti James og öskrar "fuck!". Sá reiðilestur er nokkrar mínútur í myndinni en var í rauninni þriggja klukkutíma langur. Þið sjáið bara dramatískustu atriðin. Lars tappaði stanslaust af hjarta sínu, hluti sem hann hafði ekki sagt í 20 ár. Þessi spenna á milli þeirra var búin að byggjast upp frá árinu 1982. Þetta var ljótt. Á sama tíma var ég mjög spenntur fyrir því að við værum að ná svona góðri senu í myndina. Ég hefði t.d. viljað sjá svona uppgjör í Bítlamyndinni Let It Be. Þar var spenna í loftinu og maður beið alltaf eftir sprengjunni sem svo kom aldrei. Þetta var svo rosalega persónulegt á milli Lars og James að við hefðum í rauninni ekki átt að hafa verið þarna. En þessir gæjar eru svo hugrakkir að þeir voru búnir að taka ákvörðun um að það yrði aldrei yrði slökkt á myndavélunum, sama hvað var í gangi." Já, það er alveg ótrúlegt að James hafi ekki misst stjórn á skapi sínu þar. "Við spurðum James hvernig það hefði verið að hlusta á Lars. Hann sagði að ef þetta hefði verið einhver annar, þá hefði hann kýlt hann. Lars er búinn að vinna sér inn þann rétt hjá honum að segja nákvæmlega hvað honum finnst. Þeir eru bræður, og það er í lagi að bræður spýti blóði á hvorn annan annað slagið. Að mínu mati er samband þeirra í dag mun heilbrigðara. Ef eitthvað angrar annan þeirra hafa þeir núna verkfærin til þess að losa um spennuna, án þess verða hefnigjarnir eða illkvittnir. Þeir geta byggt upp núna, það gátu þeir ekki áður en þessi meðferð hófst." Það er augljóst að sambandið á milli Lars og James er það sem knýr sveitina áfram. "Það hefur alltaf verið það mikilvægasta í sveitinni. Ég dýrka Kirk, hann er frábær gítarleikari. Hann ákvað snemma eftir að hann kynntist þeim að það yrði ómögulegt fyrir hann að verða þriðji hausinn á skrímslinu. Hann þarf að vera sáttasemjarinn. Hann spilar svipað hlutverk og George Harrison gerði í Bítlunum. Þess vegna flosnaði upp úr samstarfinu. George vildi fá meiri tækifæri til þess að koma sinni tónlistarsköpun að en honum var ekki gefið tækifæri til þess. Sama gerðist með Metallica. Jason bassaleikari fékk ekki að koma sínu að og þess vegna hætti hann. Hljómsveitin var þá ekki reiðubúin til þess að hleypa fleirum að lagasmíðunum. James viðurkennir í myndinni að það hafi verið mistök og núna er ástandið breytt. Hann segir líka að Jason hafi þurft að vera fórnað til þess að sú breyting hafi getað átt sér stað." Hvernig tóku liðsmenn sjálfir í myndina eftir að hafa séð hana? "Í desember sýndum við þeim þriggja klukkutíma útgáfu af myndinni í Skywalker Ranch, einkabíósal George Lucas. Þeir klöppuðu á bakið okkar eftir á. Svo létum við hvern liðsmann fá myndbandsspólu til þess að skoða þetta betur. James lét okkur hafa spóluna strax til baka og sagðist aldrei þurfa að sjá þetta aftur, því að hans mati hefðum við verið heiðarlegir samkvæmt því sem gerðist. Hann sagðist ekki vilja hafa neina ábyrgð á myndinni, þar sem hann væri ekki kvikmyndagerðarmaður. Við höfum aldrei fengið svona mikið frelsi áður. Lars var mjög vingjarnlegur, lagði fram nokkrar tillögur en lét okkur samt vita að við ættum bara að fara eftir leiðbeiningum hans ef við værum sammála þeim. Hann gaf okkur aldrei beinar skipanir." Það er magnað að sjá þessa heimsfrægu þungarokkara svona tilfinninganæma, til dæmis atriðið þegar Lars hittir Dave Mustaine úr Megadeth í fyrsta skipti áratugum eftir að hafa rekið hann úr sveitinni. "Ekkert í myndinni var fyrir fram ákveðið. Það var tilviljun að við fengum að fanga þetta augnablik á milli Lars og Dave. Þetta er mjög sérstakt atriði fyrir Metallica-aðdáendur. Lars var að reyna að leiðrétta það sem fór á rangan veg. Dave hafði aldrei fyrirgefið þeim. Honum hafði fundist í mörg ár eins og liðsmenn Metallica skulduðu sér svona samtal. Það var mjög mikilvægt fyrir Lars að komast að rótum margra vandamála." Þeir aðdáendur sem vilja sjá hvernig liðsmönnum Metallicu tókst að leysa sálarflækjur sínar til þess að geta haldið áfram að rokka mega ekki missa af þessari mynd. Einnig ætti hún að höfða vel til sálfræðinema og unnenda góðra heimildarmynda. biggi@frettabladid.is Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Sjá meira
Þeim sem geta varla beðið eftir stærstu rokkveislu Íslandssögunnar um næstu helgi er boðið í tveggja tíma sálfræðitíma með hljómsveitinni Metallica. Heimildarmyndin Some Kind of Monster er ólík öllum öðrum heimildarmyndum sem gerðar hafa verið um rokksveitir. Hún stendur algjörlega ein og sér og mun án efa skemmta bæði hörðustu unnendum Metallica sem og þeim sem rétt kannast við sveitina. Í myndinni er fylgst með gerð síðustu plötu sveitarinnar, St. Anger, en við upphaf þess ferlis hafði bassaleikarinn Jason Newsted yfirgefið sveitina vegna ósættis við James Hetfield. Þeir þrír sem eftir stóðu gátu svo ekki talast við nema með aðstoð sálfræðings. Miðað við ástandið innan sveitarinnar á þessum tíma er eiginlega ótrúlegt að sveitin hafi getað gert aðra plötu saman. Metallica hjá sála "Í raun og veru er þetta mynd um brothætt samband miðaldra manna í krísu," segir Bruce Sinofsky, annar leikstjóri myndarinnar. "Þeir gætu þess vegna unnið sem blaðamenn en sú staðreynd að þetta eru liðsmenn Metallicu gerir söguna örlítið áhugaverðari. Fyrsti tökudagur var meðferðardagur hjá sálfræðingi. Þá vissum við að þetta yrði mjög ólíkt því sem við höfðum ímyndað okkur. Kirk og Lars voru greinilega mjög ánægðir með meðferðina en James veitti þessu mótstöðu. Þetta hafði greinilega áhrif á hann því á endanum var það hann sem fór í heljarinnar meðferð seinna. Hann var plagaður af vandamálum, bæði heima hjá sér og með hljómsveitina. Phil, sálfræðingurinn þeirra, losaði um mörg tilfinningamál og áttaði sig á því að hann þyrfti á mikilli hjálp að halda. Ef maður hefði þurft að giska á hvaða sveitir þyrftu á svona hópmeðferð að halda hefði manni aldrei dottið Metallica í hug. Hverjum hefði dottið í hug að svona testósterónsveit væri svona viðkvæm? Við nutum okkar við það að fletta ofan af karlrembuþrunginni stereótýpuímynd þeirra." Voruð þið aðdáendur áður en þið hófuð tökur? "Við höfðum notað tónlist þeirra í mynd okkar Paradise Lost og mynduðum vinskap við þá eftir hana. Ég varð eiginlega meiri aðdáandi persónanna áður en ég varð aðdáandi tónlistarinnar. Áður fyrr var tónlist Metallica ekki eitthvað sem ég setti á fóninn hversdagslega. Ég kann meira að meta tónlistina núna vegna þess að ég skil hvað þeir þurftu að leggja á sig við að búa hana til." Það eru nokkur mjög tilfinningaþrungin augnablik í myndinni. Var það ekkert erfitt að vera á staðnum og þurfa að horfa upp á þetta, án þess að geta blandað sér neitt inn í málið? "Það voru mörg augnablik sem voru mjög óþægileg. Til dæmis þegar Lars fer alveg upp að andliti James og öskrar "fuck!". Sá reiðilestur er nokkrar mínútur í myndinni en var í rauninni þriggja klukkutíma langur. Þið sjáið bara dramatískustu atriðin. Lars tappaði stanslaust af hjarta sínu, hluti sem hann hafði ekki sagt í 20 ár. Þessi spenna á milli þeirra var búin að byggjast upp frá árinu 1982. Þetta var ljótt. Á sama tíma var ég mjög spenntur fyrir því að við værum að ná svona góðri senu í myndina. Ég hefði t.d. viljað sjá svona uppgjör í Bítlamyndinni Let It Be. Þar var spenna í loftinu og maður beið alltaf eftir sprengjunni sem svo kom aldrei. Þetta var svo rosalega persónulegt á milli Lars og James að við hefðum í rauninni ekki átt að hafa verið þarna. En þessir gæjar eru svo hugrakkir að þeir voru búnir að taka ákvörðun um að það yrði aldrei yrði slökkt á myndavélunum, sama hvað var í gangi." Já, það er alveg ótrúlegt að James hafi ekki misst stjórn á skapi sínu þar. "Við spurðum James hvernig það hefði verið að hlusta á Lars. Hann sagði að ef þetta hefði verið einhver annar, þá hefði hann kýlt hann. Lars er búinn að vinna sér inn þann rétt hjá honum að segja nákvæmlega hvað honum finnst. Þeir eru bræður, og það er í lagi að bræður spýti blóði á hvorn annan annað slagið. Að mínu mati er samband þeirra í dag mun heilbrigðara. Ef eitthvað angrar annan þeirra hafa þeir núna verkfærin til þess að losa um spennuna, án þess verða hefnigjarnir eða illkvittnir. Þeir geta byggt upp núna, það gátu þeir ekki áður en þessi meðferð hófst." Það er augljóst að sambandið á milli Lars og James er það sem knýr sveitina áfram. "Það hefur alltaf verið það mikilvægasta í sveitinni. Ég dýrka Kirk, hann er frábær gítarleikari. Hann ákvað snemma eftir að hann kynntist þeim að það yrði ómögulegt fyrir hann að verða þriðji hausinn á skrímslinu. Hann þarf að vera sáttasemjarinn. Hann spilar svipað hlutverk og George Harrison gerði í Bítlunum. Þess vegna flosnaði upp úr samstarfinu. George vildi fá meiri tækifæri til þess að koma sinni tónlistarsköpun að en honum var ekki gefið tækifæri til þess. Sama gerðist með Metallica. Jason bassaleikari fékk ekki að koma sínu að og þess vegna hætti hann. Hljómsveitin var þá ekki reiðubúin til þess að hleypa fleirum að lagasmíðunum. James viðurkennir í myndinni að það hafi verið mistök og núna er ástandið breytt. Hann segir líka að Jason hafi þurft að vera fórnað til þess að sú breyting hafi getað átt sér stað." Hvernig tóku liðsmenn sjálfir í myndina eftir að hafa séð hana? "Í desember sýndum við þeim þriggja klukkutíma útgáfu af myndinni í Skywalker Ranch, einkabíósal George Lucas. Þeir klöppuðu á bakið okkar eftir á. Svo létum við hvern liðsmann fá myndbandsspólu til þess að skoða þetta betur. James lét okkur hafa spóluna strax til baka og sagðist aldrei þurfa að sjá þetta aftur, því að hans mati hefðum við verið heiðarlegir samkvæmt því sem gerðist. Hann sagðist ekki vilja hafa neina ábyrgð á myndinni, þar sem hann væri ekki kvikmyndagerðarmaður. Við höfum aldrei fengið svona mikið frelsi áður. Lars var mjög vingjarnlegur, lagði fram nokkrar tillögur en lét okkur samt vita að við ættum bara að fara eftir leiðbeiningum hans ef við værum sammála þeim. Hann gaf okkur aldrei beinar skipanir." Það er magnað að sjá þessa heimsfrægu þungarokkara svona tilfinninganæma, til dæmis atriðið þegar Lars hittir Dave Mustaine úr Megadeth í fyrsta skipti áratugum eftir að hafa rekið hann úr sveitinni. "Ekkert í myndinni var fyrir fram ákveðið. Það var tilviljun að við fengum að fanga þetta augnablik á milli Lars og Dave. Þetta er mjög sérstakt atriði fyrir Metallica-aðdáendur. Lars var að reyna að leiðrétta það sem fór á rangan veg. Dave hafði aldrei fyrirgefið þeim. Honum hafði fundist í mörg ár eins og liðsmenn Metallica skulduðu sér svona samtal. Það var mjög mikilvægt fyrir Lars að komast að rótum margra vandamála." Þeir aðdáendur sem vilja sjá hvernig liðsmönnum Metallicu tókst að leysa sálarflækjur sínar til þess að geta haldið áfram að rokka mega ekki missa af þessari mynd. Einnig ætti hún að höfða vel til sálfræðinema og unnenda góðra heimildarmynda. biggi@frettabladid.is
Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun