Sport

Engin ólæti í Englendingum

Það var lítið sofið í Lissabon í nótt, þar sem aðdáendur landsliðsins í knattspyrnu fögnuðu fram undir morgun eftir að liðið bar sigurorð af Englendingum í gærkvöldi. Þúsundir söfnuðust saman í miðborginni og sungu "We are the Champions" hástöfum. Enskir knattspyrnuaðdáendur tóku ósigrinum karlmannlega og fer engum sögum af ólátum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×